Haustmeti með kjeti – svínakinnar

Nú er haustið komið hér í Köben og rigningin grenjar á rúðunni þar sem hver haustlægðin á fætur annarri herjar á Baunann. Þá er tími fyrir huggulegt haustmeti með kjeti eins og í eldhúsinu hennar mömmu í gamla daga. Í þennan rétt prófuðum við hjónin svínakinnar. Danmörk eru mikið svínaræktunarland og hægt að fá allskonar […]

Read More…

Klámfengnar Kofta bollur

Naglinn býr í stærsta innflytjenda og múslima hverfi Kaupmannahafnar og því óhjákvæmilegt að borða ekki reglulega á tyrkneskum veitingastöðum. Eldamennskan og matreiðslan hefur ratað inn í eldhúsið og Naglinn því orðin vel sjóuð í öllum þessum uppskriftum með skrýtnu nöfnin. Þessar Kofta bollur eru ólöglega gómsætar. Kofta bollur eru hakkbollur með allskonar kryddum í deiginu. […]

Read More…

Guðdómlegur grillkjúlli með dásamlegu meðlæti

Eftir að hafa spænt malbik Reykjavíkur í maraþoninu er mikilvægt að eldamennskan sé einföld og fljótleg því yfirleitt eftir slík átök er nennan í núlli til að snuddast mikið í eldhúsinu.   Því er upplagt að henda á grillið prótíngjafa beint í hungraða vöðvana. Hrísgrjón í pott til að fá góð kolvetni sem hefja prótínmyndun […]

Read More…

Barbikjú-apríkósu kjúlli- sykurlaus

Ég elska að hollustuvæða hefðbundnar uppskriftir sem innihalda sykur, smjérva og rjóma og finna önnur innhaldsefni sem virka alveg jafn vel í staðinn án þess að gæði eða bragð líði fyrir tilraunamennskuna.   Þessi kjúllaréttur hefur lengi verið í uppáhaldi og er mun hitaeiningasnauðari en forfaðir hans en klárast upp til agna af gestum og […]

Read More…

Bezta hrásalat á norðurhjaranum

  Hef aldrei verið hrifin af hrásalati.   Þessu klassíska í plastbökkunum með mæjónesböðuðu hvítkáli og gulrótum og fundist það best geymt í ruslatunnunni. En nýlega smakkaði ég (með semingi þó) þetta guðdómlega hrásalat (coleslaw) á uppáhalds kjúllabúllunni minni, sem er Chicken Shop í Crouch End í London, og það trylltust öll skilningarvitin og nýjar […]

Read More…

Low-carb tælenskar vefjur

Þessar lágkolvetna vefjur eru algjört dúndur. Sérstaklega fyrir þá sem álíta grænmeti og salat sem sóun á kaloríum. Ekki einasta blekkja þær neytandann til að borða haug af græmmó og salati, heldur eru þær barmafullar af næringu, gómsætheitum (er það orð?) og þú steingleymir að hér sé ekki sveittmeti og sukk, heldur úsandi hollusta að […]

Read More…

PartýDívur – Allskonar gómsætar ídýfur

Það er ekkert partý nema með dýfur. Þessar dýfur eru svo gordjöss að þær eru meira dívur. Ef þær væru manneskjur myndu þær heimta appelsínur tíndar af börnum í Nepal baksviðs á tónleikum. Dívur eru algjört möst í forrétt með góðu brauði og niðurskornu grænmeti. Dívurnar geta svo fært sig yfir á matarborðið og dansað […]

Read More…

Marbella kjúlli – Naglavæddur

Klórarðu þér í skallanum hvað þú eigir að elda í kvöldmat? Eitthvað sem gleður ginið á sama tíma og nærir skrokk. Hér er ein gómsæt og girnileg kjúllauppskrift með döðlum, ólífum og kapers sem tekur enga stund. Galdurinn er að marinera bíbífuglinn yfir nótt til að hann drekki í sig allt djúsí stöffið. Þá þarf […]

Read More…

Gordjöss chili con carne með sítrónuhummus

Þetta chili con carne yljar þér um hjartaræturnar í vetrarhörkum og lægðabyljum. Það er líka leynigestur í gumsinu, ekki Herbert Guðmundsson, heldur kakó. Það gefur unaðslegt sætubragð og hleður í klámfengna matarupplifun sem lifir langt framyfir tíufréttir. Chili con carne 500g nautahakk (5-10%) 1 kraminn hvítlaukur 1 laukur 1 paprika 1 lítil dós tómatpúrra 2-3 […]

Read More…

Döðlupestó sem kallar fram gleðitár

Þetta döðlupestó kallaði fram tár á hvarmi Naglans þegar fyrsta teskeiðin snerti tungubroddinn. Gleðitár. Döðlur eru guðsgjöf til mannkyns. Sérstaklega Medjool döðlur, þessar í kössunum með steininum. Þær eru mýkri og auðveldari að vinna með en gamlar frænkur þeirra sem eru oft þurrar á manninn og þrjóskar til samvinnu. Pokadöðlurnar frá Himnesk hollustu eru langbestar. Þessi […]

Read More…