Gordjöss chili con carne með sítrónuhummus

20161230_115328

Þetta chili con carne yljar þér um hjartaræturnar í vetrarhörkum og lægðabyljum. Það er líka leynigestur í gumsinu, ekki Herbert Guðmundsson, heldur kakó. Það gefur unaðslegt sætubragð og hleður í klámfengna matarupplifun sem lifir langt framyfir tíufréttir.

Chili con carne
500g nautahakk (5-10%)
1 kraminn hvítlaukur
1 laukur
1 paprika
1 lítil dós tómatpúrra
2-3 msk vatn
1 tsk ósætað kakó (t.d NOW)
Krydd: season all, pizzakrydd, rósmarín, oregano, salt og pipar

Aðferð:

Steikja hvítlauk, lauk, papriku þar til fallega gullinbrúnt
Bæta nautahakki við á pönnuna og steikja þar til brúnt í gegn. Krydda eins og vindurinn.
Bæta baunum, tómatpúrru, vatni við gumsið.
Láta malla saman í nokkrar mínútur.

Bera fram með hrísgrjónum, salati og sítrónuhummus.

20161230_115328

Sítrónuhummus

1 dós kjúklingabaunir
2 msk vökvi af baununum (aquafaba)
2 msk Himnesk hollusta ólífuolía
1 msk sítrónusafi
1 msk Monki tahini
1 tsk kúmín
rifinn börkur af hálfri sítrónu
salt og pipar

Aðferð:
Dúndra öllu saman í skál og töfrasprota í mauk, eða vinna allt saman í matvinnsluvél.