Rauðrófuhummus sem fær þig til að gleyma stað og stund

Haustið er tími rótargrænmetis og hér í Danaveldi svigna hillur undan rauðrófum, hvítum rófum, næpum, gulrótum, kartöflum, sætum kartöflum. Og þegar haustlægðirnar herja á gluggarúðuna er fátt meira kósý en að reima á sig svuntuna og skella í eitt gómsætasta hummusið á byggðu bóli. Bara með ferskum og flúnkunýjum hráefnum. Glúteinlaus. Sykurlaus. Mjólkurlaus. Vegan… you name it… […]

Read More…

Eldsnöggar og snarhollar nautavefjur

    Stundum er maður bara latur og nennir ekki að dúllast í eldhúsinu. Stundum er vesen og umstang í snæðingum bara óyfirstíganlegt verkefni. Stundum þurfa hlutirnir bara að gerast hratt og án umhugsunar. Inn stíga þessar vefjur sem taka enga stund og ekki þörf að nostra og nudda við neitt. Það besta er að […]

Read More…

Bláberjaís

Hér í Danaveldi skín sólin þessa dagana og vorið lúrir handan við hornið og bíður færis að stökkva fram. Þá lifnar heldur betur yfir borginni og má sjá fólk sleikja þá gulu eftir langan vetur. Fólk sleikir líka ís í brauði á hverju torgi og bekk. Enda er sólskin og ísát dúett sem var skapað […]

Read More…

Oumph kebab

Oumph verður orð ársins 2016. Og hvað er Oumph?   Oumph er sænsk framleiðsla og ný af nálinni. Það er sojaprótín í strimlum sem minnir á kjúkling í áferð og bragði og því frábær alternatífa fyrir okkur kjötæturnar sem öndum á rúðu vegan lífsstílsins og langar að taka þátt en þorum ekki að stíga skrefið […]

Read More…

Sítrónu-rósmarín kjúklingur

Þessi uppskrift Naglans á Sítrónu-rósmarín kjúklingi birtist í Fréttablaðinu fyrir skemmstu.   1 heill kjúklingur 1200 g 1/2 búnt rósmarín 1/2 búnt steinselja rifinn börkur af einni sítrónu 2 tsk ólífuolía 1x marið hvítlauksrif   Aðferð: hella ólífuolíu frá Himnesk hollustu í skál Rífa sítrónubörk á rifjárni og bæta við bæta mörnu hvítlauksrifi við klippa […]

Read More…

Naglinn býður í mat

Naglanum finnst voða gaman að bjóða í mat. Sérstaklega þegar maturinn er bæði hollur, góður og fer vel í maga áður en haldið er út á lífið. Þegar um er að ræða góða vini sem geta deilt gömlum sögum, rifjað upp liðna tíma og hlegið að heimskupörum ungdómsáranna verður kvöldið dásamleg skemmtun. Það sem Naglinn bauð uppá […]

Read More…

Horað hunangssinnep

    Þessi kombinasjón er algjört dúndur. Sinnep og NOW foods​ Stevia duft. Hrært saman. Svo einfalt. Svo fljótlegt. Svo dásamlega gómsætt. Eins og hunangssinnep nema bara mínus allur sykurinn. Eftir þessa dásamlegu uppgötvun spænast upp heilu baukarnir af Steviu og sinnepsframleiðendur heimsins hafa vart undan að tappa á brúsa til að sinna eftirspurn Naglans.

Read More…

Zucchini lasagne Naglans

Þetta gómsæti krefst þess að þú finnir þriðja augað, beitir hugleiðslu og grafir upp alla gjafmildi sem þú átt til í sinninu því þig langar ekki að deila þessu með heiminum. Þig langar að slátra öllu fatinu einn og sjálfur og aleinn.       Zucchini lasagna Uppskrift: 500 g nautahakk 4% (Kjötkompaní, Kjöthöllin) 1 saxaður […]

Read More…

Sætkartöflufranskar

    Sætkartöflu fröllur Naglans   Þessi uppskrift er í Heilsubók Röggu Nagla sem fæst hér. Þess skammtur dugir fyrir 3-4 mallakúta sem meðlæti með einhverju kjötmeti, eins og til dæmis hammara Naglans sem einnig er að finna í skræðunni góðu.   Uppskrift: 500g sætar kartöflur 1 tsk ólífuolía eða PAM sprey 1x Eggjahvíta Krydd: […]

Read More…

Quiche Naglans

    Einfaldleiki og fljótleiki í matargerð er kokteill sem hentar Naglanum sérstaklega vel því yfirleitt er tíminn af skornum skammti á meðan hungrið herjar á kviðarholið. Þessi baka tekur örskamma stund frá upphafi til enda svo fóðrunaraðgerðir geta hafist sem fyrst. Quiche Naglans Botn 1 skófla NOW baunaprótín (pea protein) 1 msk Dr. Goerg […]

Read More…