Naglinn býður í mat

Naglanum finnst voða gaman að bjóða í mat. Sérstaklega þegar maturinn er bæði hollur, góður og fer vel í maga áður en haldið er út á lífið. Þegar um er að ræða góða vini sem geta deilt gömlum sögum, rifjað upp liðna tíma og hlegið að heimskupörum ungdómsáranna verður kvöldið dásamleg skemmtun.

Það sem Naglinn bauð uppá í mallakútana var hvítlaukskjúklingur, satay sósa, krönsjí kínóablanda, salat og maís og auðvitað ostakaka og sykurlaust súkkó í desa.

 

Við byrjum á að fara í búðina til að draga að aðföng fyrir kvöldverðinn… og auðvitað ratar allskonar annað í körfuna þegar maður missir kontrólið og kúlið á heilsuganginum. Íslenskar matvöruverslanir eins og Nettó eru útópía fyrir heilsumeli.  Meira um allt hitt gumsið í Nettópokanum í síðari pósti.

 

IMG_9850

 

Með aðföngin komin í hús var svuntan reimuð um mittið, ermarnar brettar upp að olnbogum,  og hafist handa við að krydda, skera, steikja, sjóða og annað vesen.

 

IMG_9876

Hvítlaukskjúklingur
fyrir 5-7 manns

Tvö stykki heill hrár kjúklingur (c.a 1.5 kg hver)
30 hvítlauksgeirar
Bezt á kjúklinginn
sjávarsalt
pipar

Stilla ofn á 180° og blástur. Krydda kjúklinginn vel báðum megin. Setja í eldfast mót. Stinga 2-3 hvítlauksgeirum undir húðina, 2-3 inn í tóman mallakút kjúllans og rest hipsum haps í fatið.

Steikja í ofninum í c.a 60 mínútur.

IMG_9873

 

Satay sósa

2 msk PB2 (iherb.com) eða Sukrin hnetuhveiti (Nettó)
klípa sjávarsalt
4-6 Better Stevia kókoshnetudropar
1 tsk Sukrin Gold
4-5 msk vatn

IMG_5342

 

Hræra öllu saman. Setja í kæli.

IMG_9872

Blandað Kínóa-baunasalat

1 poki Food doctor kínóablanda með baunum
1 poki Food doctor hrein kínóablanda
handfylli Food doctor ristaðar baunir
2 tsk Allos spínatpestó

IMG_9869

Þessir pokar eru besti vinur upptekna nútímamannsins. Bara inn í örrann (eða í sjóðandi vatn) í 2-3 mínútur og voilá…  hollustugúmmulaðis kínóa klárt til átu.

 

IMG_9856

 

Þessi kínóablanda er algjör unaður því þú færð svo mikið kröns undir tönn úr ristuðu baununum sem einar og sér eru líka eins og besta snakk. Og spínatpestóið kemur skemmtilega inn á kantinn og úmfar upp stemmninguna í munnholinu.

 

IMG_9866

Ristaðar baunir í kínóa og fræblanda í salat

 

IMG_9874

 

Blandað salat

1/2 poki Spínat
1/2 haus Iceberg smátt skorið
Rauðkál smátt sneitt
1 rauð paprika
c.a 250g jarðarber
2 msk Létt Feti + smá olía
handfylli Food doctor ristuð fræ

Öllu blandað saman í stóra skál.

IMG_9861

Avocado olían kemur skemmtilega inn drizzlað yfir salatið.

 

Maísstönglar á kantinum sem Naglinn útbýr í Sistema örbylgjuboxi.

 

 

 

IMG_9875

 

Bara 7 mínútur á fullu blasti og málið er dautt. Ekkert ves að setja vatn í pott og bíða eftir suðunni og jara jara…. við höfum öðrum hnöppum að hneppa í lífinu.

 

Snapchat--944878053210059407

 

Maísstönglar eru öööönaður með næringargeri og sjávarsalti sáldruðu yfir.

 

IMG_9864

 

Engin máltíð er án desa og í þetta sinn var það hindberjaostakaka sem rann afar ljúflega niður og settist þægilega ofan á allt hitt gumsið í vömbinni.

 

IMG_9841

 

…..og sykurlaust súkkulaði með rauðvíninu (eða kók zero)

IMG_9855

Vel heppnað matarboð að baki og vel nærðar, sparslaðar, sminkaðar og ondúleraðar túttur á leið á djammið.