Hollar ræskrispís kökur

 

Puffed-quinoa-bars

 

Maður getur alveg bakað ræskrispískökur um helgar þó ekkert sé barnið.
Maður getur alveg skellt í eina uppskrift þó ekkert sé barnaafmælið.
Maður getur alveg borðað þær allar þó maður sé þrjátíu og eitthvað.

Því við verðum ekki gömul nema þegar við hættum borða gúmmulaði.

En kökur og sætindi þurfa alls ekki að vera sykursósað og öreindaunnið til að keyra upp partýstuð í munnholinu en það er einmitt boðskapurinn sem Naglinn boðar á matreiðslunámskeiðum sínum.

Þessar  vinsælu barnaafmæliskökur hafa nefnilega verið Naglavæddar og fengið hollustumeikóver og gefa forvera sínum ekkert eftir í gómsæti og gleði.

Í staðinn fyrir hefðbundinn strausykur notum við náttúruleg sætuefni eins og hunang eða síróp sem er unnið úr brúnum grjónum, agave eða Yakon plöntunni.

agave_síróp

Í staðinn fyrir öreindaunnið pakkafabrikkað Ræskrispís notum við uppblásið (púffað) kínóa í staðinn (fæst í Nettó).

 

SAMSUNG CSC

Kínóa er nefnilega nýi besti vinur Aðal.

Það er mjög prótínríkur kolvetnagjafi og kemur skemmtilega inn á kantinn í hóp hrísgrjóna, bygg, cous cous og fleiri korntegunda.

Kínóa er samt strangt til tekið ekki korn þó það sé sett undir hatt kornmetis. En í raun er það fræ, en ekki korn… en það er algjört aukaatriði í þessu samhengi því nú viljum við hætta þessu fræðikjaftæði og koma okkur að efninu…. sem er uppskriftin að þessum öööönaði.

 

 

quinoa-candy-bars151-550x366

Uppskrift
6-8 kökur

5 dl púffað kínóa
1 skófla NOW súkkulaði mysuprótínduft
1 dl Yakon síróp / Himnesk hollusta agave síróp / hunang
1 dl Monki hnetusmjör
2 tsk Himnesk hollusta kókoshnetuolía

 

 

quinoa-candy-bars16-550x366

Aðferð

  1. spreyja 20cm x 20 cm bökunarform
  2. Skella prótíndufti og púffuðu kínóa í skál og blanda saman
  3. Sírópi, hnetusmjör og kókosolíu skellt saman í pott og hita að suðu. Hræra vel til að koma í veg fyrir brunarúst og reykskynjarinn fari í gang…. það er hugsanlegt að einhver hafi lent í því *hóst*
  4. Leyfa sírópsblöndunni að kólna aðeins áður en henni er hellt yfir prótínblandað kínóa. Blanda vel saman og passa að kínóað og sírópsblandan sameinist í orgíu.
  5. Flytja allt gumsið yfir í bökunarform og þrýsta vel niður annaðhvort með sleif eða blautum puttum (engar dónahugsanir).
  6.  Súkkulaðibræðingur úr bræddu sykurlausu súkkulaði hellt yfir. Einni plötu af hreinu dökku súkkulaði einfaldlega hent í örrann með 1 tsk kókosolíu. Hita í 20 sekúndur í senn, hræra á milli þar til allt bráðnað. Hella súkkulaðibræðingnum yfir kínóaklessuna.

 

 

IMG_9855

 

7. Henda bökunarforminu í ísskáp og leyfa að kólna í allavega 30 mínútur (ef þú getur beðið svo lengi… sumir gátu það ekki… nefnum engin nöfn) áður en þú sekkur tönnunum í unaðinn.

 

puffed-quinoa-bars-2