Raunhæfar væntingar

Þeir sem æfa og eru annað hvort í fitutapi eða í uppbyggingu, eru oft ekki með væntingar í takt við raunveruleikann. Margir leggja upp með að þeir munu missa heilu bílfarmana af mör eins og í Biggest Loser þáttunum. Eða að þeir munu byggja upp slíkt magn af gæðakjöti að sjálf Eikin myndi skammast sín. Margar konur […]

Read More…

Höfuðlausn

Það er fyrsta vika janúarmánaðar og venju samkvæmt ríða stórkostlegar yfirlýsingar húsum um gervalla heimsbyggðina….. já eða Feisbúkk og Twitter….. Og hvert er innihald yfirlýsinganna? Að missa mör, að kjöta skrokk, að hlaupa, hraðar, að lyfta þyngra, hætta að kýla kvið, að komast í þrengri föt …að að að…. Það vantar ekki stóru orðin sem básúnað […]

Read More…

Beta Alanine

Fyrir æfingu gúllar Naglinn sinn eigin kokteil af pre-workout stöffi og í aðalhlutverki þar er Beta Alanine frá NOW Og hvad er det for noget? Beta whatta? Í líkamanum binst amínósýran Beta Alanine við amínósýruna Histidine og saman mynda þær carnosine. Carnosine finnst í miklu mæli í Týpu II vöðvaþráðum, sem notaðir eru við sprengikraft líkt […]

Read More…

Elixírinn sjálfur

U.þ.b 70% kroppsins er vatn (sumir vilja reyndar meina að hann sé 90% vatn) og það treður sér í nánast öll störf sem fara fram inni í skrokknum. Það er grátlegt að hugsa til þess að ansi margir sem byggja landið Ísa með eitt besta vatn á kúlunni gleymi þessum stórmikilvæga þætti í heilbrigði maskínunnar. […]

Read More…

Veldu þínar baráttur

Naglinn var einu sinni í yfirþyngd “Færið ykkur strákar, hún tekur alla gangstéttina þessi” “Slappaðu af í kexinu” “Þú þarft nú að endurskoða líkamsvöxtinn þinn.” “Svínka!”   Naglinn grennti sig “ Hún er örugglega með átröskun” “Þú ert orðin alltof horuð” “Mikið líturðu vel út.”   Naglinn byrjaði að hugsa um mataræðið “Ertu að borða […]

Read More…

Svona rúllar Naglinn

Naglinn hefur áður talað um dásemdarmómentið sem Naglinn og lærisveinarnir eiga eftir harðkjarna járnrífingar. Þá fyllum við á birgðirnar með einföldum sykri úr öreindaunnum fabrikkuvörum til að hefja prótínmyndun og viðgerðarferlið. Sjá betur hér og hér Svona rúllar Naglinn eftir harðkjarna lyftingaæfingar. Mulið Oreo kex út í jarðarberjaflöff Diet kók súkkulaðikaka með horuðu kremi úr kakó […]

Read More…

Ís í brauði

Það er gríðarlega mikilvægt að æfa alla vöðvahópa fyrir jafnvægi í virkni líkamans. Einnig til að koma í veg fyrir meiðsli og viðhalda ákjósanlegri virkni og hreyfiferli í öllum liðamótum og vöðvahópum. Margir átta sig ekki á að líkaminn er ein heild og allir líkamshlutar vinna saman. Þegar misræmi er í styrk og stærð milli […]

Read More…

Grunnbrennslan

Grunnbrennsluhraði (basal metabolic rate (BMR)) er sú orkuþörf sem líkaminn þarf til að lifa af án þess að hreyfa legg né lið. Mætti segja sá fjöldi af hitaeiningum sem þyrfti að dæla í skrokkinn meðan við liggjum í dauðadái. Grunnbrennsluhraði er yfirleitt mældur meðan líkaminn er í hvíldarástandi en samt vakandi og 12 tímum eftir […]

Read More…

Þriðji í ítroðelsi

Það er mánudagur, og ekki bara einhver mánudagur, það er annar í páskum og sykurþynnkan hamrar á kúpunni. Þrátt fyrir gubbandi hjartslátt og bullandi aumingjagang í sykurhúðuðum skrokknum hamast og djöflast púkinn í núðlunni og vill draga þig aftur niður í svaðið í undirheima sykurguðsins “Það var svo gaman hjá okkur í gær þegar við […]

Read More…

Skankarnir teygðir

Naglinn er skrýtin skrúfa. Það er ekkert mál að rífa í stálið í sextíu mínútur, en fortölurnar sem fara í að eyða tíu mínútum í að teygja á hnútuðum vöðvunum gætu leyst deiluna milli Palesínu og Ísrael á nó tæm. Þessi vanræksla verður til þess að allt fer í hönk í skrokknum, og þá þarf […]

Read More…