Beta Alanine

Fyrir æfingu gúllar Naglinn sinn eigin kokteil af pre-workout stöffi og í aðalhlutverki þar er Beta Alanine frá NOW

Og hvad er det for noget? Beta whatta?

Í líkamanum binst amínósýran Beta Alanine við amínósýruna Histidine og saman mynda þær carnosine.

Carnosine finnst í miklu mæli í Týpu II vöðvaþráðum, sem notaðir eru við sprengikraft líkt og lyftingar eða spretthlaup.

 

Beta-alanine

Rannsóknir sýna að vöðvar sem hafa hærra magn af carnosine hafa meiri styrk og úthald. Carnosine virðist auka getu vöðvaþráða til að dragast saman með meira afli og þeir eru lengur að þreytast. Nokkrar rannsóknir benda til aukningar í vöðvastyrk og krafti í íþróttamönnum sem taka Beta-Alanine. Nýleg rannsókn sýndi að þeir sem tóku Beta-alanine samhliða kreatíni bættu á sig meiri vöðvamassa og misstu meiri líkamsfitu samanborið við þá sem tóku eingöngu kreatín.

Naglinn slafrar í sig 2 g af Beta-Alanine fyrir æfingu og aftur 2 g eftir æfingu.