Kryddsíld Naglans árið 2014

Janúar Jólum og áramótum 2013-2014 eytt í London.     Naglinn var beðin um að halda fyrirlestur á konukvöldi í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Fyrirlesturinn fjallaði um hvernig við náum stjórn á hugsunum okkar til að stuðla að betri heilsuhegðun.     Einnig hélt Naglinn fyrirlestur í Budz Boot Camp í Köben um tengsl hugsana og […]

Read More…

Jólagleðin

Jólin eru í næstu viku góðir hálsar.  Hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar þú hugsar um jól? Hjá flestum er það ómannlegt magn af mat, jólasteik, smákökur, sósa, brúnaðar kartöflur und so weiter.  Það er oft gantast með þessi 2,5 -5 kg sem hleðst utan á mannskapinn yfir hátíðirnar.  Sumir hugsa […]

Read More…

Útúrtálgaðir skrokkar

Það er rík tilhneiging í nútímasamfélagi að tengja útúrtálgaðan og helskorinn líkamsvöxt við gott líkamlegt form. Forsíður vöðvatímarita og lífsstílssnepla skarta yfirleitt skrokkum á forsíðu með vogskorinn kvið og skarpar útlínur og ekki fituarða í sjónmáli. En sannleikurinn er sá að slíkt líkamsform er ekki mælikvarði á hreysti, og oft þó síður sé. Naglinn hefur […]

Read More…

Steinn í götu

  Hjá hverri ræktarrottu eru alltaf þeir í nærumhverfinu sem aldrei munu samgleðjast né hrósa þér, hvort sem það er með nýja bílinn, starfið, íbúðina, líkamlegan árangur eða breyttan lífsstíl. Öfund er undirrót alls ills í heiminum og því miður er þessi löstur alltof algengur í fari fólks. Jafnvel þínir allra nánustu reyna meðvitað eða […]

Read More…

Bæði-og-lífið

Heilsusamlegur lífsstíll er ekki ‘Annaðhvort-Eða’ líf. Það er ‘Bæði-Og’ líf.   Þú getur bæði borðað skyr og drukkið rauðvín. Þú getur bæði borðað bernaise og blómkál. Þú getur bæði borðað appelsínur og aspartame Þú slátrar bæði kassahoppum og kúrir í sófanum yfir Netflix Þú massar bæði bekkinn og lest góða bók uppi í rúmi   […]

Read More…

Klámvæðing líkamsræktar

    Í samfélagsmiðlafargani nútímans þar sem sjálfsmellur garga af skjánum er líkamsrækt farin að dansa tangó við klámvæðingu. Silungastútur á munni með bolinn dreginn upp að höku til að bera kviðinn. Þjóhnappar íklæddir örbrók klíndir upp við spegil og smellt af. Snurfusaðar og meiköppaðar túttur með frygðarsvip í hnébeygju.     Þetta á allt […]

Read More…

Aftenging – þú ert alveg nóg

Naglinn: – er með háræðaslit í kinnum og á nefi og án farða lítur út eins og Gísli Súrsson- er með húðslit á mjöðmum, lærum, brjóstum þrátt fyrir að hafa aldrei gengið með börn – útskrifaðist úr menntaskóla með 5.0 í meðaleinkunn og tvær falleinkunnir– langar í hamborgara og franskar alla daga ársins – er […]

Read More…

Raunhæfar væntingar

Þeir sem æfa og eru annað hvort í fitutapi eða í uppbyggingu, eru oft ekki með væntingar í takt við raunveruleikann. Margir leggja upp með að þeir munu missa heilu bílfarmana af mör eins og í Biggest Loser þáttunum. Eða að þeir munu byggja upp slíkt magn af gæðakjöti að sjálf Eikin myndi skammast sín. Margar konur […]

Read More…

Ammerískar sjoppur

Þú veist að þú ert heilsugosi í tíunda veldi þegar eina yfirvigtin sem þú kemur heim með frá Vesturheimi felst í aukatösku stútfullri af heilsusamlegri matvöru og hráefni í hollustugúmmulaði.       Naglinn sogaðist inn í neysluhyggju og offramboð í Ammeríkunni og þræddi matvöruverslanir, heilsubúðir, fæðubótarsjoppur og íþróttafatabúllur og réttlætti allskyns óþarfa kaup fyrir sér á […]

Read More…

Júggi Vinstri – pistill í Kjarnanum

Þessi pistill frá Naglanum birtist í Kjarnanum fyrir skömmu. Júggi vinstri Hugsanavillur sem ber að varast svo þú haldir markmiðum þínum í líkamsræktinni á nýju ári. Venju samkvæmt í byrjun árs loga Fésbókin, Tístið og bloggheimar af yfirlýsingum um bót og betrun á sjálfi og skrokk. Út með rettur, minnka mjöð, missa mör, hlaupa hraðar, […]

Read More…