Þú veist að þú ert heilsugosi í tíunda veldi þegar eina yfirvigtin sem þú kemur heim með frá Vesturheimi felst í aukatösku stútfullri af heilsusamlegri matvöru og hráefni í hollustugúmmulaði.
Naglinn sogaðist inn í neysluhyggju og offramboð í Ammeríkunni og þræddi matvöruverslanir, heilsubúðir, fæðubótarsjoppur og íþróttafatabúllur og réttlætti allskyns óþarfa kaup fyrir sér á núll einni. Já, já Naglinn er veikgeðja og viðurkennir það fúslega.
Sjoppurnar sem voru heimsóttar:
Trader Joe’s
Whole Foods
Best Yet supermarket 119th St
Vitamin Shoppe
GNC
Eva’s supplements 8th St
Foodtown Williamsburg
hinar ýmsu matvöruverslanir í NYC og Kanada
Bulk barn í Kanada
Modell’s ódýr íþróttavöruverslun (Nike, Under Armour, Champion)
Lululemon
Allskonar fyrir aumingja rataði í körfurnar í öllu þessu rápi inn og útúr bútikkunum á meðan bóndinn beið þolinmóður fyrir utan.
Þessi hrísgrjónagrautur úr brúnum grjónum er algjör unaður með maple dropum og kanil.. alvöru Ceylon kanil. Skemmtileg tilbreyting við hafróinn.
Örugglega stútfullt af kemísku sulli og viðbjóði… en maður getur ekki verið algjör fanatíkus.
Diet kók súkkulaðikaka eftir æfingu með Cool Whip…. Naglinn er hundur og verðlaunar sig með mat eftir þungar járnrífingar og skammast sín ekkert fyrir það.
Naglinn er sprauturjómapervert og gæti borðað hann með öllu, remúlaði og steiktum lauk. Þess vegna var þetta gefið frá upphafi.
Þessi er snilld á prótínpizzuna.
Búin að prófa þennan á Mússöku Naglans og almáttugur á himnum fyrir vantrúaðan Naglann hvað það var mikið gómsæti.
Fann þessa dásemd í Target og hvað þetta verður gúllað eftir æfingu út í prótínbúðing eða flöff… Hólý móses.
Naglinn keypti tíu pakka af tortillum í hinum ýmsu varíasjónum. Aðallega low-carb týpunni. Þær má nefnilega frysta svo þær geymast von úr viti og snilldin einar að kippa út einni lummu og slumma allskonar inn í hana. Kjúlla, hakkgrýtu, laxi, spínati, hummus…. hvað sem ímyndunaraflið býður uppá.
Peanut Butter & Co eru með allskonar bragðvaríasjónir fyrir hnetusmjörsperra og svo rakst Naglinn á möndlusmjör með kakó og kókoshnetu í Whole Foods. Það hefði mátt fylla heilan Maersk gám af öllum smjörvunum sem Naglann langaði að kaupa en þar sem aðgangurinn að iherb.com er ansi greiður og þar er úrvalið gígantískt, var bremsan sett á budduna og plássið í veskunni frekar nýtt í það sem erfiðara er að nálgast hérna megin Antlantsála.
Naglann langaði að stinga sér til sunds í þessum dunkum.
Better n’ Peanut butter er horaðra en forfeðurnir, sem þýðir meira magn fyrir átsvínið sem er með óseðjandi magamál.
Trutein er langbesta prótínið sem Naglinn hefur smakkað og hafa þau ófá runnið ofan í ginið. Hnausþykkt eins og trélím, ekkert auka duft kemíkal bragð og langbesta prótínið í Flöffmund. Naglinn keypti Vanillu og Chocolate Truffle. Optimum Nutrition casein er líka mjög gott og verður hnausari, og Cookies & Cream varð fyrir valinu þar.
Svona var prótínduftinu ferjað milli landa. Plís og por favor elsku tollverðir ekki opna töskuna, þetta lítur ekki vel út fyrir Naglann. “Beygðu þig fram og hóstaðu fröken.”
Kakó með dökku súkkulaðibragði… það þarf ekki fleiri orð. Naglinn keypti sex dollur takk för. Kakóbændur heimsins sameinist í bæn.
IHOP er pönnukökustaður sem úsar af sykri og óhollustu, en nú eru þeir farnir að selja vörurnar sínar í súpermörkuðum og snillingarnir bjóða uppá sykurlaust síróp sem er svo mikill unaður að þú getur allt eins dáið á morgun.
Unaðslega gott jórturleður, eins og súkkulaðimintuís. Slekkur allskonar langanir med det samme.
Naglinn brúkar horað mæjó mikið í allskonar horað sósugúrmeti. Chilimæjó, sinnepssósu, kokteilsósu, aioli.
Þessi verður slummuð eftir æfingu með Cool Whippinu… ó lífið er svo skemmtilegt eftir járnrífingar.
Þessi kom nú ekki með í veskunni, enda hefði það þýtt katastrófuástand í bráðnuðum ís yfir allt farangursrýmið og Naglinn tekin höndum fyrir hryðjuverkatilraun. Þeir handtaka menn fyrir minna þarna vestanhafs. En Naglinn hefur séð fullt af umræðum um þennan hjá fitnessliðinu á samfélagsmiðlunum, enda ekki nema 150 kcal í allri dollunni. En hann var skúffelsi, vatnskenndur og óspennandi. Low carb ísinn þeirra Svía er hundrað sinnum gómsætari.
Naglanum fannst þessi græja ótrúlega sniðug í búðinni. Ommiletta á 2 mínútum í örra. Engar skítugar pönnur, sprey og vesen. En Adam var ekki lengi í Paradís. Þær verða ótrúlega slepjulegar og hálfeldaðar og alltof mikið eggjabragð þrátt fyrir haug af bragðdropum. Ekki mælt með þessu, nej tak fru Stella.
Naglinn verður allavega ekki berholda í ræktinni næstu misserin sökum fataskorts, það er á hreinu. En einu spjarirnar sem voru keyptar í ferðinni voru af íþróttalegum uppruna.
Naglann hefur lengi langað í bleikar Lululemon brækur en var búin að sannfæra sjálfa sig um að það væri rán um hábjartan dag að borga 90 dollara fyrir brókarsnifsi. En réttlætingarnar voru ekki lengi að taka yfir rökhugsunina þegar inn í búðina var komið og eina parið sem var eftir var í stærð Naglans, og passaði eins og flís við grjótharðan kúlurassinn í mátunarklefanum. “Þetta er skrifað í skýin” sagði sjálfsblekkingarmelurinn og við það var kortið straujað. En Naglanum til varnar má snúa þeim við, svo í raun ertu að fá tvær brækur, svo stykkið ekki nema 45 dollarar. Duga þessi rök skammt…ókei þá…
Teygja til að teygja á skönkunum og fyrir upphífingar. Kostaði skid og ingenting en er talsvert dýrari hér í Danaveldi.
That’s all folks… nú er bara að hefja átið mikla svo þetta mygli ekki í skápunum. Eins og ólympískt át hafi nokkru sinni verið vandamál hjá Naglanum múhahahhaaa….