Þessi morgunmatur, gott fólk! Þessi kaffibollakaka! Að öllum ólöstuðum var þetta besti morgunverður sem nokkru sinni hefur runnið ofan í átsvínið. Hver elskar ekki litlu syndina ljúfu, með súkkulaðið flæðandi út um mallakútinn á kökunni. Naglinn vaskaði höfuðleðrið allrækilega uppúr Ajax til að finna horaða versjón af þessum stórkostlega unaði og úr varð Naglavæddur morgunmatur sem veldur alvarlegri insomníu af pjúra fyrirátsspennu.
Naglasyndin ljúfa
1 skammtur
40g haframjölshveiti (malað í blandara/matvinnsluvél)
1 msk kókoshnetuhveiti (t.d Dr. Goerg)
2 tsk NOW Psyllium HUSK
1 msk NOW Sugarless sugar
1 tsk lyftiduft
rifið zucchini
1 msk ósætað kakó (t.d Hershey’s)
2 msk hreint skyr/kvark/grísk jógúrt 1%
2 msk mjólk (möndlu/belju/soja)
3 msk graskersmauk (eða stappaður banani)
2 eggjahvítur (60g)
2 tsk horuð súkkulaðisósa Naglans
Aðferð:
1. Hrærðu öllu gumsinu (nema súkkulaðisósunni) saman í smurðri skál með gaffli,
2. Búðu til litla holu í deigið. Helltu súkkulaðisósunni í holuna og fylltu yfir með meira deigi.
3. Inn í Örrmundinn þinn (örbylgjuofn) í 2-4 mínútur (tími fer eftir hversu öflugur örrinn er). Þegar toppurinn er þurr og brúnirnar aðeins farnar að losna frá skálinni er kvekendið klárt til átu. Leyfðu að kólna í nokkrar mínútur áður en kakan er losuð úr skálinni.
Þetta var svo mikill unaður að þegar allt var komið upp í munn og ofan í maga helltist óbærilegur söknuður yfir Naglann að vera ekki lengur í máltíðinni.