Frosin súkkulaði-kókos ostakaka…. tíminn stendur í stað

“Það eru bara alltaf jólin hjá þér” sagði bóndinn. “Þínir nammidagar verða bráðum soðin ýsa og kartöflur til að fá tilbreytingu frá öllu gúmmulaðinu í þínu daglega holla mataræði.”

Naglinn fann það mjög fljótlega að einhæfir þurrir snæðingar færðu ekkert annað með sér en vanþurft, frústrasjón með tilheyrandi átköstum, sektarkennd og óæskilegum skaðastjórnunaraðgerðum. Til þess að hollustulífið geti orðið lífsstíll þarf átsvínið að fá sinn reglulega skammt.

Þessi kaka var sérstakur unaður og fullnægði öllum þörfum fyrir sætmeti.
Súkkulaðibotninn harmóneraði dásamlega við kókosfyllinguna og saman dönsuðu þau Vínarvalsinn meðan frosin fyllingin bráðnaði á tungunni og fyllti kinnarnar af gleði.

 

IMG_4803

 

Frosin súkkulaði-kókos ostakaka

1 skammtur

Botn:

25g NOW Hörfræmjöl (Flax seed meal) (Lifandi markaður, Nettó, Krónan)
1 tsk ósætað kakó (Hershey’s eða Ghirardelli)
2-3 msk möndlumjólk

Fylling:

100g kotasæla (1%)
60g kvark/skyr/grísk jógúrt
1 eggjahvíta
2 tsk NOW erythritol (Lifandi markaður, Nettó, Krónan)
NOW kókosdropar (Lifandi markaður, Nettó, Krónan)

Aðferð:

1) Hræra öllu saman í botninn þar til það verður að þykku deigi. Þrýsta ofan í lausbotna form klætt með plastfilmu.  Frysta botninn í 10-15 mínútur.

2) Hræra allt í fyllinguna með töfrasprota og hella yfir frystan botninn.

IMG_4952

3. Henda öllu saman inn í frysti í a.m.k 90 mínútur.

IMG_4804

Horuð súkkulaðisósa Naglans passar afar vel með þessari dásemd.