Það var mikil gleði á matreiðslunámskeiði Röggu Nagla í Kaupmannahöfn 14. – 15. apríl síðastliðinn. Naglanum til mikillar gleði seldist upp á bæði kvöldin á örfáum klukkustundum, og komust færri að en vildu. Það er því rík ástæða til að skella í fleiri námskeið bæði fyrir gúmmulaðiglaða Hafnarbúa, sem og gúrmetisgrísi á Íslandinu.
Leyfum myndunum að tala sínu máli.
NOW eru klárlega bestu bragðdroparnir á byggðu bóli. Punktur.
Nóg af hráefni í gúmmulaðisgerðina. NOW möndlumjöl, Psyllium Husk, prótínduft, NOW erythritol, gulrætur, möndlumjólk, ávextir, Hershey’s kakó, haframjöl og ég veit ekki hvað og hvað….
Jömmí jömmi.. ást í magann.
Vísifingur er besti vinur gúmmulaðisgosans til að smakka á góðgætinu og meta betrumbætur.
Naglinn að tala af ástríðu örugglega um bragðkombinasjónir, grautargleði, triffli eða annað fóðrunartengt.
Fallega skreyttur matur bragðast alltaf betur.
Gúrmetið bíður átu frá sveittum námskeiðslærlingum.
Hræra, hræra, hræra….
Að loknum skemmtilegum og spennandi degi er sest niður og gætt sér á góðgætinu, spjallað og átt kósý kvöldstund saman. Frábær endir á frábæru kvöldi.
Matreiðslugleði verður haldin á Íslandi í júní, nánari dagsetning og upplýsingar um skráningu verður tilkynnt innan skamms á Facebook síðu Röggu Nagla.