Blondies eða Blúndur eins og Naglinn kýs að kalla þær uppá hið ylhýra eru litla systir brúnkunnar, en alveg jafn mikið gúmmulaði þó þær séu ekki tanaðar í drasl eins og stóra systir.
Blúndur Naglans
14-16 bitar
1 skopa (20g) NOW vanilla prótínduft
1/4 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
15 g rúsínur
2 tsk kanill
1 dós (230g) kjúklingabaunir
30g náttúrulegt hnetusmjör
0,5 dl stappaður banani
1 tsk vanilludropar
2 eggjahvítur
1 msk NOW erythritol
Aðferð:
1. Blanda öllu gumsinu (nema rúslunum) saman með töfrasprota/blandara/matvinnsluvél. Hræra rússlunum út í deigið með sleif.
2. Hella í ofnfast mót og baka á 170°C í 35 mínútur eða þar til tannstöngull stungið í miðjuna kemur upp tandurhreinn eins og nærbrók Maríu meyjar.
3. Leyfa snúllunum að kólna í nokkrar mínútur áður en þær eru toppaðar með hnetusósu og tönnunum sökkt í þennan unað.
Horuð hnetusósa: hnetuhveiti (PB2 eða peanut flour) (keypt á iherb.com), NOW vanilludropar blandað með vatni þar til sósueffekt er náð.
Njótið… njótið allan daginn gott fólk.