Súkkulaðibombu kaffibollakaka

Naglinn prófaði dark chocolate kakó í fyrsta skipti fyrir nokkrum mánuðum og lífið breyttist að eilífu fyrir súkkulaðigrísinn. Þess vegna voru keyptar birgðir af þessum farmiða til Útópíu í trippunni til Nýju Jórvík á dögunum.

IMG_7780

  Naglinn er búin að senda inn beiðni til eðaldrengjanna í Kosti um að panta þetta inn og þeir vinna nú hörðum höndum í málinu.

Þessi kaffibollakaka með dökku kakói er súkkulaðibomba per exelans og að byrja daginn á fæðu guðanna, hæglosandi og mettandi haframjöli í formi af gúmmulaðis súkkulaðiköku drepur í fæðingu allar langanir í sykraðan sóðagang það sem eftir lifir dags.
Mesta snilldin við kaffibollakökur er einfaldleikinn og hraði í undirbúningi. Kvöldið áður gumsarðu bara þurrefnum í eina skál og blautefnm í aðra skál. Það eina sem þarf þá að gera í hungurmorðsástandi morguninn eftir er að sameina þurrt og blautt, inn í örrann og málið er dautt. Þegar þú ert erlendis í fríi með takmarkaða aðstöðu og tíma eru kaffibollakökur vinur í raun fyrir heilsumelinn. 

 

PhotoGrid_1398644453104

Súkkulaðibombu kaffibollakaka

40g haframjölshveiti (malað í blandara)
1 msk NOW Flax seed meal (Nettó, Lifandi Markaður, Krónan, Fjarðarkaup)
1 tsk lyftiduft
klípa salt
rifið zucchini
1 msk special dark (eða venjulegt) Hersheys kakó
2 msk kvark/grísk jógúrt/hreint skyr
2 eggjahvítur (60g)
stappaður ½ banani
2 msk möndlumjólk


Hræra öllu saman með gaffli í smurðri (PAM eða Kókosolía) í djúpri skál. Örra kvekendið í 3-4 mínútur og hvolfa á disk. Leyfa að kólna í nokkrar mínútur meðan kremið er mallað.

PhotoGrid_1398644500595

Súkkulaðifrosting

– 100g hreint skyr/kvark/grísk jógúrt
1/2 skófla súkkulaði casein prótínduft (Fitness Sport)
– 1 msk Sukrin gold
– 1 msk Hershey’s dark chocolate ósætað kakó (Kostur)
NOW kókosdropar (Nettó, Lifandi Markaður, Krónan, Fjarðarkaup)


Hræra saman með töfrasprota eða í litlum blandara (Magic Bullet) þar til kremið er mjúkt eins og barnsrass.

Toppa með horaðri súkkulaðisósu Naglans

 

Fróðleiksmoli – mulin hörfræ (Flax seed meal)

 

flax seed meal

 

Sneisafull af Omega 3 fitusýrunni Alpha-linoeic acid sem bætir ónæmiskerfið og insúlínnæmi í vöðvafrumum, flytur blóð til frumna líkamans og byggir heilbrigða frumuveggi og eru því gagnleg í vöðvabyggingu.

Hörfræ eru líka pökkuð af trefjum, bæði uppleysanlegum og óuppleysanlegum,  sem eru mjög mikilvægur þáttur í mataræði því þær halda okkur verulega reglulegum…. þið vitið hvað er átt við.  Trefjar vinna hörðum höndum eins og skúringakonur í ristlinum og halda honum þannig í toppstandi og eftir hreingerninguna eru svo brotnar niður.

Fyrir fólk í þjálfun hafa hörfræ margþætt áhrif:

Bætt frammistaða á æfingum
minni harðsperrur
aukin nýting á súrefni
aukin nýting á næringarefnum
getur stuðlað að minni líkamsfitu
bætt ónæmiskerfi

Hörfræ þurfa að vera möluð í spað til að varðveita olíur og næringarefnin úr þeim og þess vegna eru muldu hörfræin frá dásemd í poka.

One thought on “Súkkulaðibombu kaffibollakaka

  1. Pingback: Skinhoruð súkkulaðimússa | ragganagli

Comments are closed