365 blaðsíður á einum degi – eða ein blaðsíða á dag í heilt ár?

Flestir vilja líkamlegan árangur á örbylgjuhraða. Að skrokkurinn taki stökkbreytingu á nanósekúndum.   Um leið og gullið æfingaplan er komið í hönd á kjötið að bunkast á grindina og lýsið að leka stríðum straumum af botnstykkinu.   Ef dramatískar breytingar eru ekki sjáanlegar eftir örfáar vikur hertekur frústrasjón sinnið. Vonleysi. Pirringur. Leiðindi.   Uppgjafarhermaðurinn marsérar […]

Read More…

Venjan fyrst – útkoman síðan

  Margir vilja gera hreyfingu að jafn ósjálfráðri venju dagsins og að bursta tanngarðinn eða kemba lýjurnar á hausnum. Ýmis markmið eru básúnuð á Fési, Tísti og Insta. “Nú er kallinn kominn í átak og ætlar að missa 20 kg fyrir jól” “Haustáskorun hafin. Í kjólinn fyrir jólin” En oftar en ekki er það eins […]

Read More…

Mættu í lífið án afsakana

  Naglinn var að hamra út snörun í ræktinni. Kona vatt sér upp að hlið Naglans og sagði: “Ég verð að segja hvað er gaman að fylgjast með þér æfa.” “Þú ert svo sterk og örugg. Eins og með kláðamaur innanklæða fór Naglinn öll á ið í vandræðagangi. Og byrjaði strax að gubba út afsökunum […]

Read More…

Neanderthalsmaðurinn í spinning

Mannskepnan er gerð til að hreyfa sig. En nútímasamfélag hefur gert okkur alltof auðvelt að forðast hreyfingu. Við sitjum í bílum, sitjum svo við skrifborð þangað til við förum heim og setjumst fyrir framan imbann. Að sitja eru nýju reykingarnar segja gúrúarnir. En þegar hnén braka og bresta við að standa uppúr sófanum eftir fréttir […]

Read More…

Árið er…. 2016 #rósaingólfs

Árið er 2016 36 ár síðan kona var kjörin forseti í lýðræðislegri kosningu 101 ár síðan konur fengu kosningarétt Þrjár íslenskar konur hafa unnið titilinn hraustasta kona jarðar. Árið er 2016 Kraftakeppnir, úthaldskeppnir, ólympískar lyftingar eru stútfullir af hraustum konum. Ræktarsalir, crossfitbox og hnébeygjurekkar gubba útúr sér hnarreistum, stoltum valkyrjum. Stórum og smáum Þybbnum og […]

Read More…

Ég Á að….

Ég Á að vera búinn að nesta mig fyrir morgundaginn Ég Á að gera hnébeygjur, bekkpressu, armbeygjur, burpees mörgum sinnum í viku Ég MÁ ekki borða glútein, mjólkurvörur, dýraafurðir, aspartame Ég Á að vera með sýnilegan kvið Ég ÞARF að komast í brók númer X Ég ÞARF að eiga nýjustu Under armour spjarirnar, Mizuno hlaupaskó […]

Read More…

Þín eigin hreysti

    Þú getur verið grannur eða þybbinn. Með sýnilega vöðva, heflaðan sixpakk, eða ávalar línur og mjúkan maga Þú getur æft 3x í viku eða 10x í viku Þú getur æft í 30 mínútur eða 2 tíma Þú getur labbað á höndum eða bara gert lítinn kollhnís Þú getur deddað 30 kíló eða 100 […]

Read More…

Utan þjónustusvæðis

Utan þjónustusvæðis Heilsusamlegar ráðleggingar fyrir heilsumeli á faraldsfæti   Hvort sem leiðin liggur útfyrir landsteinana eða bæjarmörkin er fólk með skema í hausnum um að nú eigi að vera góður við sig. “Ég er í fríi og má sukka þar til vélindað fyllist.” “Ég ætla sko EKKI að mæta í ræktina og nú skal étið […]

Read More…

Ekki-nógan

Við þekkjum öll dagana þar sem við vöknum og hefjum niðurrifið um leið og glyrnurnar mæna í spegilinn. “Bumban er of stór. Rassinn of feitur. Lít út eins og illa vafin rúllupylsa í hverri einustu spjör í skápnum.” Allir þekkja líka dagana þar sem andlitið fær sína útreið af fúkyrðum. “Ég þarf sérstaka ferð í […]

Read More…

Við byrjum öll einhvers staðar

      Stelpan sem þurfti hvíldarinnlögn í Hveragerði eftir kortérs hlaup tók 10km í Reykjavíkur maraþoni á 45 mínútum.   Stelpan sem reykti pakka á dag af Camel lights og marineraði sig í áfengi tvo daga í viku er bindindismanneskja og hollustufrík.   Stelpan sem var dyggur styrktaraðili líkamsræktarstöðva án þess að stíga fæti […]

Read More…