Bæði-og-lífið

Heilsusamlegur lífsstíll er ekki ‘Annaðhvort-Eða’ líf.

Það er ‘Bæði-Og’ líf.

 

Þú getur bæði borðað skyr og drukkið rauðvín.

Þú getur bæði borðað bernaise og blómkál.

Þú getur bæði borðað appelsínur og aspartame

Þú slátrar bæði kassahoppum og kúrir í sófanum yfir Netflix

Þú massar bæði bekkinn og lest góða bók uppi í rúmi

 

Bæði-og líf þýðir að þú þarft ekki að fara í mæjónesubað í marga daga bara af því þú borðaðir eina kökusneið.

Bæði-og líf þýðir að þú þarft ekki að labba útúr Nammilandinu á laugardögum með barmafullan sekk.

Bæði-og líf þýðir að ekkert er bannað því gómsæti er fléttað inn í planið með hófsemi að leiðarljósi.

Bæði-og líf þýðir að þú þarft ekki að fylla sjálfið af samviskubiti yfir að kúra á sunnudögum eftir smekkfulla viku af spretthlaupum.

 

 

Það er ekkert heilbrigt við að vera heltekinn af heilsu.

Það er ekkert heilsusamlegt að lifa lífi af smáatriðalömun og forðunarhegðun lituðu af hræðsluáróðri.

 

Öfgar eru óheilbrigði, í hvora áttina sem er.