Hindberjakókosmúffur

Það heltekur alltaf pervertískur æsingur að deila með heiminum þegar Naglinn dettur niður á gómsætt hollustukombó.
Þessar hindberjakókosmúffudúllur eru nýjasta afurðin til að líta dagsins ljós úr tilraunaeldhúsinu og hafa algjörlega slegið í gegn hjá áferðarperranum. Stökkar undir tönn með nóg af knasi en dúnmjúkar samtímis svo áferðarperrinn tekur afturábak kollhnís með skrúfu.

 

Raspberry muffins

Hindberjakókosmúffur

6 stykki

50g haframjöl

2 msk NOW erythritol
1/2 tsk lyftiduft
2 msk NOW ósætaður rifinn kókos
100g hreint skyr
1/2 dl Isola möndlumjólk (eða belju/hrís/kókoshnetu)
4 eggjahvítur (120g)
1 tsk NOW Better Stevia French vanilla dropar
150g hindber (frosin eða fersk)

Aðferð:

Blanda öllu saman nema hindberjum með sleif. Hræra hinberjum varlega saman við deigið.
Hella í spreyjuð múffuform eða sílíkonform.
Baka á 170°C í 15-20 mín.

Gerir c.a 6 stk…. hversu gaman er að geta gúllað heil sex kvekendi í morgunmat??
Átvaglið er í Útópíu. Yfir og út.

One thought on “Hindberjakókosmúffur

  1. Pingback: Sjoppað í Sverige. Vol. 2 | ragganagli

Comments are closed