Eplapægrautur með eplakompóti

  Sykurlausa eplakompót Naglans er ekki þessa heims. Skúbbað yfir heitan eplapægraut á morgnana, toppað með vanillu eggjahvítuís og þú gætir allt eins verið að slurka í þig dísætri eplaböku í eldhúsinu hjá múttu.     Eplapægrautur 1 skammtur 40g haframjöl 2 msk NOW Psyllium Husk klípa salt epladropar frá Myprotein.com 1/4 rifið zucchini vatn eftir […]

Read More…

Rísalamand grautur

Rísalamand hafragrautur með þykjustuflöðuskúm og kirsuberjasósu var það heillin. Ó svo jólalegur og notalegur morgungrautur á aðventunni með danskri inspírasjón og átgleðin nær nýjum hæðum. Þennan er tilvalið að gera kvöldið áður í skammdegismyrkrinu meðan haustlægðirnar berja á rúðunni svo þú þarft einungis að rúlla þér framúr bælinu í morgunsárið og opna ísskápinn vopnaður skeið. […]

Read More…

Tíramísú triffli

Vissir þú að Tíramísú þýðir “lyftu mér upp” á ítölsku? Og ef þessi grautur lyftir þér ekki upp úr bælinu í morgunsárið alla leið upp í sjöunda himin þarftu að láta athuga starfsemi bragðlaukanna á næstu heilsugæslustöð. Ein sneið af tíramísú inniheldur hátt í 500 karólínur og 30 grömm af fitu meðan þessi morgungleði er […]

Read More…

Hindberjakókosmúffur

Það heltekur alltaf pervertískur æsingur að deila með heiminum þegar Naglinn dettur niður á gómsætt hollustukombó. Þessar hindberjakókosmúffudúllur eru nýjasta afurðin til að líta dagsins ljós úr tilraunaeldhúsinu og hafa algjörlega slegið í gegn hjá áferðarperranum. Stökkar undir tönn með nóg af knasi en dúnmjúkar samtímis svo áferðarperrinn tekur afturábak kollhnís með skrúfu.   Hindberjakókosmúffur […]

Read More…

Tíramísú kaffibollakaka

Ef Naglinn ætti tímavél væri ferðinni heitið aftur og aftur í þennan unaðslega morgunmat. Tíramísu kaffibollakaka var það heillin og þátíðarátskvíðinn hríslast nú um holdið með tilheyrandi söknuði og sorg. Ef þín hugmynd um haframjöl er bragðlaus, grár og gugginn grautur ertu fangi eigin ímyndunarafls. Tíramísú kaffibollakaka: 40g malað haframjöl 1 msk NOW möndluhveiti 1 […]

Read More…

Súkkulaðibombu kaffibollakaka

Naglinn prófaði dark chocolate kakó í fyrsta skipti fyrir nokkrum mánuðum og lífið breyttist að eilífu fyrir súkkulaðigrísinn. Þess vegna voru keyptar birgðir af þessum farmiða til Útópíu í trippunni til Nýju Jórvík á dögunum.   Naglinn er búin að senda inn beiðni til eðaldrengjanna í Kosti um að panta þetta inn og þeir vinna […]

Read More…

Jarðarberja-banana triffli

Það er fátt dásamlegra en að rúlla sér framúr bælinu, opna ísskápinn og graðga í smettið á núll einni þegar hungursneyðin er í algleymingi og neyðarástandi hefur verið lýst yfir. Þá kemur grautartriffli sem er útbúið kvöldið áður siglandi eins og appelsínugulur björgunarbátur.   Jarðarberja triffli með bananakremi Grautur: Haframjöl (magn eftir þörf) 1/2 dl rifið […]

Read More…

Súkkulaði karamellu prótínköppkeiks

  Ef að morgunmaturinn þinn er jafn spennandi og Alþingisumræður um aukningu þorskkvóta ertu múlbundinn í myrkrinu. Matur er ekki bara næring. Matur skiptir okkur öll máli og við eigum öll í mismunandi sambandi við mat. Hollur matur verður því að gleðja okkur og við föllum ekki örend fyrir kökuskrímslinu því máltíðin bragðast eins og […]

Read More…

Súkkulaði-banana grautartriffli

    Grautarperrinn kynnir nýtt grautartriffli til leiks. Þetta er svo mikið uppáhalds uppáhald þessa dagana að um leið og máltíðinni lýkur er byrjað að telja niður til næsta morguns. Súkkulaðikókosbananabrjálæði og það er hugsanlegt að einhverjar skálasleikingar fylgi í kjölfarið hjá þér, enda viltu ekki að þessi máltíð taki nokkurn tíma enda. Súkkulaði-banana-kókos grautartriffli […]

Read More…

Presley-kaffibollakaka – banani og hnetusmjör

Elvis kallinn vissi hvað hann söng í fleiru en bara “Suspicious minds”. Banani og hnetusmjör dansandi saman á tungubroddinum er kombinasjón sem sendir öll skilningavit í þrefalt heljarstökk afturábak með skrúfu. Það verður sveitt djamm í munninum og þig langar að hnýta á þig bláu flauelsskóna og tvista eins og Sæmi rokk… tvista til að […]

Read More…