Næturgrautar í allra kvikinda líki

Haframjöl er eins og auður strigi málarans og má breyta í allra kvikinda líki. Mikið uppáhalds er næturgrautur sem stendur bara tilbúinn til átu í ísskápnum. Það eina sem þarf að gera er að sulla saman innihaldinu í skál. Hræra saman með gaffli. Henda í ísskáp og málið er dautt. Daginn eftir þegar garnirnar gaula […]

Read More…

Bakaður súkkulaðibitagrautur

Bakaður súkkulaðibitagrautur Naglans Þessi grautur er það sem þeir borða í morgunmat á himnum. Þér finnst þú bíta í súkkulaðibitakökuna frá Subway. Eða unaðinn úr Costco. Nema að hér eru engin aukaefni, ekki viðbættur sykur, rotvarnarefni, E-efni eða annað sem maginn hefur ekki græna glóru hvað á að gera við. Kann ekkert að brjóta niður, […]

Read More…

Tómatfyllt eggaldin – kúlínarísk fullnæging í hverjum bita

  Imam Bayildi er eggaldinréttur sem ég panta ALLTAF ef hann er í boði á tyrkneskum veitingastað. Það er eitthvað í kombinasjóninni af tómötum, ólífuolíu og bökuðu eggaldin sem framkallar kúlinaríska stynjandi fullnægingu í munnholinu. Uppskrift  1 meðalstórt eggaldin 1 tsk hitaþolin ólífuolía, t.d Himnesk hollusta ½ rauðlaukur saxaður 1 hvítlauksrif marið 1 msk saxað […]

Read More…

Horaðar sósur

Margir vilja minnka eða sleppa sykri, smjöri og rjóma í mataræði sínu. Ekki endilega bara í bakstri heldur í matargerðinni og gera snæðingana horaðri, hollari og næringarríkari. Sumir eru ofnæmispésar eða óþolsmelir. Sumir vilja minnka hvíta stöffið í mataræði sínu. Sumir eru að hugsa um mittismálið. Aðrir að hugsa um heilsuna. Enn aðrir um almenna […]

Read More…

Tjásaður kakókjúlli

Þessi kjúllaréttur er svo mikið uppáhalds. Það er eitthvað við tætt og tægjað kjöt sem fær áferðarperrann í gininu til að skríkja af gleði. Og kakói blandað saman við ásamt heitum kryddum, reyktu bragði og nettu chili mætir súkkulaðiperrinn á kantinn, og standandi eftirpartý upphefst í munninum.   Það besta við þennan tjásaða kjúllarétt er […]

Read More…

Haustmeti með kjeti – svínakinnar

Nú er haustið komið hér í Köben og rigningin grenjar á rúðunni þar sem hver haustlægðin á fætur annarri herjar á Baunann. Þá er tími fyrir huggulegt haustmeti með kjeti eins og í eldhúsinu hennar mömmu í gamla daga. Í þennan rétt prófuðum við hjónin svínakinnar. Danmörk eru mikið svínaræktunarland og hægt að fá allskonar […]

Read More…

Klámfengnar Kofta bollur

Naglinn býr í stærsta innflytjenda og múslima hverfi Kaupmannahafnar og því óhjákvæmilegt að borða ekki reglulega á tyrkneskum veitingastöðum. Eldamennskan og matreiðslan hefur ratað inn í eldhúsið og Naglinn því orðin vel sjóuð í öllum þessum uppskriftum með skrýtnu nöfnin. Þessar Kofta bollur eru ólöglega gómsætar. Kofta bollur eru hakkbollur með allskonar kryddum í deiginu. […]

Read More…

Tryllingsleg karamella

Þó þú gerir ekki nema eitt í dag nema skella í þessa gómsætu karamellusósu. Sem hefur fengið þann hógværa stimpil að vera það allra gómsætasta á byggðu bóli. Til að bæta við ferilskrána er að þú þarft aðeins að plokka þrjú innihaldsefni úr skápunum Og tekur innan við fim mínútur í framkvæmd. Hvað getur maður […]

Read More…

Barbikjú-apríkósu kjúlli- sykurlaus

Ég elska að hollustuvæða hefðbundnar uppskriftir sem innihalda sykur, smjérva og rjóma og finna önnur innhaldsefni sem virka alveg jafn vel í staðinn án þess að gæði eða bragð líði fyrir tilraunamennskuna.   Þessi kjúllaréttur hefur lengi verið í uppáhaldi og er mun hitaeiningasnauðari en forfaðir hans en klárast upp til agna af gestum og […]

Read More…

Tómata-Kúrbítsbrauð – hveitilaust og dúnmjúkt

  Kúrbítur er í sísoni núna. Kúrbítur er frændi gúrkunnar og svo dásamlega brúklegur í allskonar bakstur og matargerð. Nánast hitaeiningasnautt en gefur dásamlega fyllingu og mýkt í allan bakstur og graut án þess að bæta við karólínum. Til dæmis þetta hveitilausa kúrbítsbrauð sem sprengir alla hamingjuskala og bullandi reifpartý upphefst á tungubroddinum. Brauðið er […]

Read More…