Matreiðslunámskeið Röggu Nagla, Ísland 16-19. júní

Naglinn hélt þrjú frábær og skemmtileg matreiðslunámskeið á Íslandi dagana 16,-18. og 19. júní með dyggum stuðningi frá NOW á Íslandi og Fitness Sport Faxafeni. Hátt í áttatíu manns  tóku þátt í gleðinni yfir þessa þrjá daga og lærðu allskonar gúmmulaðisgerð og fóru vonandi með gott veganesti til að gera heilsulífið að dansi á rósablöðum. Leyfum […]

Read More…

Blúndur Naglans

Blondies eða Blúndur eins og Naglinn kýs að kalla þær uppá hið ylhýra eru litla systir brúnkunnar, en alveg jafn mikið gúmmulaði þó þær séu ekki tanaðar í drasl eins og stóra systir.   Blúndur Naglans 14-16 bitar 1 skopa (20g) NOW vanilla prótínduft 1/4 tsk lyftiduft1/4 tsk salt15 g rúsínur2 tsk kanill1 dós (230g) kjúklingabaunir30g náttúrulegt hnetusmjör0,5 […]

Read More…

Gúmmulaðigleði í Köben – Matreiðslunámskeið 14.-15. apríl 2014

Það var mikil gleði á matreiðslunámskeiði Röggu Nagla í Kaupmannahöfn 14. – 15. apríl síðastliðinn. Naglanum til mikillar gleði seldist upp á bæði kvöldin á örfáum klukkustundum, og komust færri að en vildu. Það er því rík ástæða til að skella í fleiri námskeið bæði fyrir gúmmulaðiglaða Hafnarbúa, sem og gúrmetisgrísi á Íslandinu.   Leyfum myndunum […]

Read More…

Frosin súkkulaði-kókos ostakaka…. tíminn stendur í stað

“Það eru bara alltaf jólin hjá þér” sagði bóndinn. “Þínir nammidagar verða bráðum soðin ýsa og kartöflur til að fá tilbreytingu frá öllu gúmmulaðinu í þínu daglega holla mataræði.” Naglinn fann það mjög fljótlega að einhæfir þurrir snæðingar færðu ekkert annað með sér en vanþurft, frústrasjón með tilheyrandi átköstum, sektarkennd og óæskilegum skaðastjórnunaraðgerðum. Til þess […]

Read More…

Litla Naglasyndin ljúfa

    Þessi morgunmatur, gott fólk! Þessi kaffibollakaka! Að öllum ólöstuðum var þetta besti morgunverður sem nokkru sinni hefur runnið ofan í átsvínið.  Hver elskar ekki litlu syndina ljúfu, með súkkulaðið flæðandi út um mallakútinn á kökunni. Naglinn vaskaði höfuðleðrið allrækilega uppúr Ajax til að finna horaða versjón af þessum stórkostlega unaði og úr varð […]

Read More…

Súkkulaðibombu kaffibollakaka

Naglinn prófaði dark chocolate kakó í fyrsta skipti fyrir nokkrum mánuðum og lífið breyttist að eilífu fyrir súkkulaðigrísinn. Þess vegna voru keyptar birgðir af þessum farmiða til Útópíu í trippunni til Nýju Jórvík á dögunum.   Naglinn er búin að senda inn beiðni til eðaldrengjanna í Kosti um að panta þetta inn og þeir vinna […]

Read More…

Jarðarberja-banana triffli

Það er fátt dásamlegra en að rúlla sér framúr bælinu, opna ísskápinn og graðga í smettið á núll einni þegar hungursneyðin er í algleymingi og neyðarástandi hefur verið lýst yfir. Þá kemur grautartriffli sem er útbúið kvöldið áður siglandi eins og appelsínugulur björgunarbátur.   Jarðarberja triffli með bananakremi Grautur: Haframjöl (magn eftir þörf) 1/2 dl rifið […]

Read More…

Ostapoppsblómkál

  Hér í denn var Ostapopp frá Stjörnupopp í miklum metum hjá Naglanum, og heilum poka slátrað án þess svo mikið að blikka auga, enda atvinnumaður í áti án atrennu hér á ferð. En þau eru orðin ansi mörg árin síðan því var sporðrennt í ginið. Þessi uppgötvun var því  heldur betur ferð niður Minningarstrætið. […]

Read More…

Horaður grjónó

Hvað er meira nostalgískt en heitur grjónó með kanil? Naglinn fær sæluhroll niður hryggjarsúluna við tilhugsunina um setur í eldhúsinu hjá ömmu í Breiðholtinu, með ómþýða rödd Gerðar B. Bjarklind streymandi úr viðtækinu. Dánarfregnir og jarðarfarir. Austurland að Glettingi. Útvarp Reykjavík. Klukkan er sex. Fréttir. Naglinn útbjó horaða versjón af þessum rótgróna unaði og útkoman sendi […]

Read More…

Súkkulaðiappelsínumússa

Súkkulaði og appelsína er kombinasjón sem minnir okkar kynslóð bara á kattatungur og heimsóknir í teppalagt Þjóðleikhúsið. Naglann langaði allsvakalega að gera hollustugómsæti úr þessu bragðkombó sem dansar á tungunni. Úr varð súkkulaðiappelsínumússa úr grindhoruðum hráefnum og allir eru glaðir, bæði átvaglið og heilsumelurinn. Nýjasta nýtt frá NOW er sykurlaus sykur. Halló, getur það hljómað […]

Read More…