PartýDívur – Allskonar gómsætar ídýfur

Það er ekkert partý nema með dýfur. Þessar dýfur eru svo gordjöss að þær eru meira dívur. Ef þær væru manneskjur myndu þær heimta appelsínur tíndar af börnum í Nepal baksviðs á tónleikum. Dívur eru algjört möst í forrétt með góðu brauði og niðurskornu grænmeti. Dívurnar geta svo fært sig yfir á matarborðið og dansað […]

Read More…

Sætt án sykurs – fræðsla um allskonar sætuefni

Ekki allir vilja fylla vélindað af sykri og smjeri í uppskriftum sínum þar til vömbin biðst vægðar, og leita því logandi ljósi að hollari valkostum til að líða betur en jafnframt taka þátt í gleðinni. Þá eru mörg vopn í vopnabúri hollustumelsins sem hægt er að grípa í.   Það er til dæmis barnaleikur einn […]

Read More…

Bakað hafra-berja-banana-brjálæði

Þú þarft að kaupa þér sérhljóða eftir að borða þessa sykurlausu berjaböku. Enginn sykur. Ekkert hvítt hveiti. Bara unaður. Hollusta og hamingja. Gleði og gúrmeti. Tryllingsdansinn sem upphefst þegar heit berin og bananinn koma saman í haframjölskrönsi undir tönn er eins og unglingadrykkja á Þjóðhátíð. Og Ó svo einfalt og yndislega fljótlegt. Því hver nennir að […]

Read More…

Snikkersbitar – sykurlausir og gordjöss

Hverjum finnst ekki Snickers gott? Þeir sem segja eitthvað annað eru að ljúga blákalt. En  hið hefðbundna Snickers úr sjoppunni á Grandanum er stútfullt af sykri, aukaefnum og mettaðri fitu. Þessir sykurlausu dúddar innihalda hinsvegar einungis náttúrulegt stöff og gleðja því bæði líkama og sál. Þeir eru tilbúnir á núlltveimur og geymast vel í kæli. En […]

Read More…

Sykurlaus eplapæja með hnetum og stökkum hafrahjúp

  Það er ekki til unaðslegra kombó en bökuð epli,kanill, bráðið súkkulaði, hnetur og haframjöl.   Hér er uppskrit að hollri sykurlausri eplapæju með hnetum, kakónibbum Yndisleg með Þeytitopps sprauturjóma a og sykurlausu sírópi. Getur verið glúteinfrí fyrir þá sem það kjósa en þá er bara að skipta út hefðbundnu haframjöli fyrir glúteinfrítt. Uppskrift: Hafrahjúpur: 1 dl […]

Read More…

Marbella kjúlli – Naglavæddur

Klórarðu þér í skallanum hvað þú eigir að elda í kvöldmat? Eitthvað sem gleður ginið á sama tíma og nærir skrokk. Hér er ein gómsæt og girnileg kjúllauppskrift með döðlum, ólífum og kapers sem tekur enga stund. Galdurinn er að marinera bíbífuglinn yfir nótt til að hann drekki í sig allt djúsí stöffið. Þá þarf […]

Read More…

Gordjöss chili con carne með sítrónuhummus

Þetta chili con carne yljar þér um hjartaræturnar í vetrarhörkum og lægðabyljum. Það er líka leynigestur í gumsinu, ekki Herbert Guðmundsson, heldur kakó. Það gefur unaðslegt sætubragð og hleður í klámfengna matarupplifun sem lifir langt framyfir tíufréttir. Chili con carne 500g nautahakk (5-10%) 1 kraminn hvítlaukur 1 laukur 1 paprika 1 lítil dós tómatpúrra 2-3 […]

Read More…

Silkimjúkur súkkulaði-granateplagrautur

Sítróna og granatepli bindast hér vináttuböndum enda slá þessir tveir félagar aldrei feilnótu þegar þeir eru spilaðir saman í bragðsinfóníunni. Það er viðeigandi að nota himneskar vörur í þessa gúrmetisgleði, því upplifunin færir þig sannarlega nær himnaríki. Silkimjúkur Súkkulaði-granatepla næturgrautur 50 g Himnesk hollusta haframjöl 2 dl Isola ósætuð möndlumjólk 2 dl vatn 2 msk […]

Read More…

Mokkagrautur – næturgrautur

Þessi mokka næturgrautur er frábær fyrir kaffiafganginn úr könnunni. Þessi síðasta ískalda svarta lögg sem lúrir einmana í botninum enginn hefur lyst á og endar alltaf í vaskinum. Þannig stuðlarðu ekki einungis að hollustu, heldur einnig minni matarsóun. 2 dl Himnesk Hollusta haframjöl 4 dl ósætuð möndlumjólk (græn Isola) 2 msk NOW Psyllium Husk 2 […]

Read More…

Döðlupestó sem kallar fram gleðitár

Þetta döðlupestó kallaði fram tár á hvarmi Naglans þegar fyrsta teskeiðin snerti tungubroddinn. Gleðitár. Döðlur eru guðsgjöf til mannkyns. Sérstaklega Medjool döðlur, þessar í kössunum með steininum. Þær eru mýkri og auðveldari að vinna með en gamlar frænkur þeirra sem eru oft þurrar á manninn og þrjóskar til samvinnu. Pokadöðlurnar frá Himnesk hollustu eru langbestar. Þessi […]

Read More…