Það er ekki til unaðslegra kombó en bökuð epli,kanill, bráðið súkkulaði, hnetur og haframjöl.
Hér er uppskrit að hollri sykurlausri eplapæju með hnetum, kakónibbum
Yndisleg með Þeytitopps sprauturjóma a og sykurlausu sírópi.
Getur verið glúteinfrí fyrir þá sem það kjósa en þá er bara að skipta út hefðbundnu haframjöli fyrir glúteinfrítt.
Uppskrift:
Hafrahjúpur:
1 dl Himnesk hollusta haframjöl (eða glúteinfrítt)
1 dl NOW foods möndlumjöl
1 dl NOW erythritol
1 tsk lyftiduft
1 tsk kanill
125g sykurlaus eplamús
Blanda öllu saman með blautum puttum (engar dónahugsanir).
Kæla meðan fyllingunni er gumsað saman
Fylling:
4-5 skræld græn epli skorin í sneiðar
safi úr hálfri sítrónu
1/2 tsk kanill
1/2 tsk vanilluduft eða 1 tappi vanilludropar
klípa saltRainforest kakónibbur (fæst í Nettó)
2 msk salthnetur
4-5 Medjool döðlur klipptar smátt
Aðferð:
Blanda saman eplaskífum, sítrónusafa, kanil og vanilludufti.
Þekja botninn á eldföstu móti með eplaskífunum.
Dreifa kakónibbum, döðlum og hnetum yfir.
Mylja hafrahjúpinn jafnt yfir eplin
Baka í 30-35 mínútur á 175 °C
Mundu að njóta með núvitund.
Borða hvern bita hægt og rólega.
Leggðu frá þér skeiðina milli bita og veltu fyrir þér áferðinni þegar heit funheit eplin komast í tæri við ískaldan rjóma eða vanilluís. Þá fara bragðlaukarnir á yfirsnúning og standandi gleði hefst í munninum. Það verður hinsvegar ekki almennilegt partý nema að hausnum sé boðið… hann er leynigesturinn.
Bon appetit!