Zucchini lasagne Naglans

Þetta gómsæti krefst þess að þú finnir þriðja augað, beitir hugleiðslu og grafir upp alla gjafmildi sem þú átt til í sinninu því þig langar ekki að deila þessu með heiminum. Þig langar að slátra öllu fatinu einn og sjálfur og aleinn.       Zucchini lasagna Uppskrift: 500 g nautahakk 4% (Kjötkompaní, Kjöthöllin) 1 saxaður […]

Read More…

4-mínútna prótínkaka Naglans

Hefur þú aldrei prófað horuðu 4-mínútna súkkulaðiköku Naglans? Hún er appelsínugulur björgunarkútur þegar sykurpúkinn gerir hosur sínar grænar og hvíslar ástarljóðum í eyrað á þér. Hún er haukur í horni þegar réttlætingarnar fyrir að detta niður í sukksvaðið eru við það að ná yfirhöndinni í baráttunni við skynsemina. Og það besta er að hún krefst […]

Read More…

Appelsínusúkkulaðisósa

  Appelsínur eru í sísoni núna og úr hillum matvöruverslana hér í Baunalandi velta íturvaxnir appelsínugulir hnettir stútfullir af C-vítamíni og bíða þess að almúginn sökkvi tönnunum í gómsætt aldinkjötið. En þær eru til annarra hluta nytsamlegar eins og að skralla börkinn útí í horaða súkkulaðisósu og gefa henni þannig kattartungu effekt.  Og rúsínan í pylsuendanum […]

Read More…

Quiche Naglans

    Einfaldleiki og fljótleiki í matargerð er kokteill sem hentar Naglanum sérstaklega vel því yfirleitt er tíminn af skornum skammti á meðan hungrið herjar á kviðarholið. Þessi baka tekur örskamma stund frá upphafi til enda svo fóðrunaraðgerðir geta hafist sem fyrst. Quiche Naglans Botn 1 skófla NOW baunaprótín (pea protein) 1 msk Dr. Goerg […]

Read More…

Hollar bolludagsbollur

  Bolludagurinn nálgast eins og óð fluga en það er engin ástæða . Það er heldur engin ástæða að sitja úti í horni með sorg og sút, maulandi gulrót og taka ekki þátt í gleðinni.  Hér er hugmynd að hollum og horuðum bolludagbollum fyrir þá sem eru að passa línurnar eða þeir sem kjósa af […]

Read More…

Gómsætar glútein- og sykurlausar piparkökur

Þegar piparkökur bakast, kökugerðarmaður tekur…… allt deigið og borðar það… Þessar piparkökur eru horaðar, sykurlausar, glúteinfríar en þrátt fyrir alla þessa fátækt og vosbúð eru þær asnalega gómsætar og meira að segja bóndinn sem er sykursnúður mikill fannst þær betri en hinar hefðbundnu systur þeirra. En það krafðist viljastyrks nashyrnings í makaleit að éta ekki […]

Read More…

Crepsur Naglans

Ylvolgar þunnar pönnsur færa Naglann aftur í tíma í eldhúsið hjá ömmu í Safamýrinni með RÚV ómandi í bakgrunni, þar sem sú gamla hafði ekki undan að steikja ofan í velmegunarvömb barnabarnsins sem sporðrenndi hverri á fætur annarri upprúllaðum með sykri. Naglinn hefur jú alltaf verið yfirburðamanneskja þegar kemur að áti innanhúss án atrennu. Þessar […]

Read More…

Kryddbrauð Naglans

  Það er fátt sem minnir eins mikið á jólin og nýbakað ilmandi kryddbrauð? Naglinn er Skröggur mikill, enda rammheiðin, og leiðist prjálið og stússið í kringum þessa blessuðu þrjá daga, en það gildir hinsvegar allt annað um matarhefðir og gúmmulaðið sem fljóta um allt í desember.   Sykurlaust prótínkryddbrauð 120g NOW möndlumjöl 2 heil […]

Read More…

Beikonmússa Naglans

Þið hafið verið aðvöruð. Naglinn er á blómkálsrússi. Í þetta skiptið er það Beikonblómkálsmússa sem lítur reglulega dagsins ljós í Naglahöllinni. Það er eitthvað við reykta bragðið sem harmónerar dásamlega við barbekjú kryddið og þessi slumma passar unaðslega með allskonar mat, og sem lágkolvetna alternatíf við kartöflumús fyrir þá sem aðhyllast slíka nálgun í mataræði. […]

Read More…

Sjúklega mjúkar brúnkur

Það finnast ekki nógu sterk lýsingarorð í íslenskri tungu sem ná utan um gómsætið sem felst í þessum skinhoruðu, sykurlausu og dúnmjúku brúnkum (brownies). Unaðurinn sem hríslast niður hryggjarsúluna mælist í bandvíddum þegar þú sekkur tönnunum í þetta ljúfmeti. Við tyggingu upphefst reifpartý í munnholinu, með sjálflýsandi höfuðböndum og sýrutónlist. Þegar mjúkelsið rennur framhjá úfnum […]

Read More…