Beikonmússa Naglans

Þið hafið verið aðvöruð. Naglinn er á blómkálsrússi. Í þetta skiptið er það Beikonblómkálsmússa sem lítur reglulega dagsins ljós í Naglahöllinni. Það er eitthvað við reykta bragðið sem harmónerar dásamlega við barbekjú kryddið og þessi slumma passar unaðslega með allskonar mat, og sem lágkolvetna alternatíf við kartöflumús fyrir þá sem aðhyllast slíka nálgun í mataræði. […]

Read More…

Rækju stir-fry Naglans

  Þessi réttur er í miklu uppáhaldi hjá Naglanum. Einfaldur, fljótlegur, horaður og hollur. Svolítið eins og Naglasúpa (skiljið þið brandarann) því það má skella í hann því sem til er í ísskápnum hverju sinni. Engar rækjur? Notaðu kjúlla eða naut. Ekkert brokkolí? Blómkál eða spínat fúnkera fínt í staðinn. Uppskrift 1 skammtur 1 hvítlauksrif […]

Read More…

Prótínpizza Naglans 2.0

Naglinn er alltaf að bæta og betrumbæta uppskriftir. Því oftar sem maður skellir í hverja dásemd því meira lærir maður… að vita meira í dag en í gær… er það ekki það sem lífið snýst um? Prótínpizza hefur vermt magaholið ansi oft uppá síðkastið enda Naglinn pizzumelur með meiru en þessi litla snúlla svalar þeirri […]

Read More…

Sellerírótarfranskar

Grindhoraðar fröllur með kaloríusnauðu chilimæjó. Næstum eins og sveittmetið á börgerdjóntunum. Hér í Danmörku má finna sellerírót í bunkum í hverri grænmetisverslun, en þetta er rótin af langa græna selleríinu sem við þekkjum niðurskorið í súpum eða niðurskorið á bakka með ídýfu í partýum en enginn snertir. Þetta aumingjans rótargrænmeti er afskaplega ljótt að utan […]

Read More…

Ostapoppsblómkál

  Hér í denn var Ostapopp frá Stjörnupopp í miklum metum hjá Naglanum, og heilum poka slátrað án þess svo mikið að blikka auga, enda atvinnumaður í áti án atrennu hér á ferð. En þau eru orðin ansi mörg árin síðan því var sporðrennt í ginið. Þessi uppgötvun var því  heldur betur ferð niður Minningarstrætið. […]

Read More…

Prótínpizza Naglans

Naglinn var á matreiðslunámskeiði hjá snillingnum hjá Protein Pow í London fyrir skömmu þar sem við lærðum að útbúa allskyns gómsæti úr prótíndufti, enginn sykur, ekkert hvítt hveiti, ekkert smjör… bara horuð hollusta út í gegn. Þar gerðum við lærlingarnir meðal annars gúmmulaðis pizzu sem hefur ekki vikið úr hugarfylgsnum Naglans síðan enda sérdeilis gómsæt með […]

Read More…

Kjúklingagratín Naglans

  Naglinn borðar ekki bara horaðar kökur og hollustubakkelsi þó það líti út fyrir annað miðað við alla klámfengnu póstana bæði hér og á Snjáldru. En sannleikurinn er sá að helmingur máltíða dagsins er kjötmeti af einhverju tagi með haug af græmmó, og annað hvort kolvetnagjafi í formi sterkju (ekkert low-carb mataræði hér) eða góð […]

Read More…

Kókosgulrótamússa

Kókosgulrótamússa Gulrætur sjávarsalt NOW kókoshnetudropar 1. Sjóða gulrætur í 20 mínútur, eða þar til þær eru vel mjúkar og “þungur knífur” rennur mjúklega í gegn. 2. Mauka allt saman með töfrasprota og málið er dautt 3. Toppa með kókosflögum og fituskertu kókosmjöli (keypt á iherb, afsláttarkóði Naglans: UDU633 fyrir afslátt af fyrstu pöntun.)

Read More…

Uppáhalds dinnerinn – low-carb tortilla

Þessi dinner er í miklu uppáhaldi hjá Naglanum þessi dægrin. Low-carb tortilla með horaðri hakkgrýtu og allskonar gúmmulaði. Það ískrar í átvaglinu þegar þessari dásemd er sporðrennt í óseðjandi svartholið. Innihald: -Low-carb tortilla (keypt á Dialife.eu) –Hakkgrýta Naglans -Horuð Tzatziki  – Hummus – Horaður ostur – Gúrka -Iceberg Smyrja tortilluna með hummus og tzatziki. Raða […]

Read More…

Horuð flatbaka

Hér er frábær hugmynd að nýtingu á hinu dásamlega blómkáli í holla og gómsæta flatböku… hverjum datt það eiginlega í hug fyrst??? En þessa böku má sannarlega gúlla með góðri samvisku og tilvalin í dinner í byrjun vikunnar þegar kjötsviti og sykurtremmi ríður húsum eftir helgina og mörgum finnst að þeir þurfi aldrei að borða aftur. […]

Read More…