Rækju stir-fry Naglans

IMG_1779

 

Þessi réttur er í miklu uppáhaldi hjá Naglanum. Einfaldur, fljótlegur, horaður og hollur. Svolítið eins og Naglasúpa (skiljið þið brandarann) því það má skella í hann því sem til er í ísskápnum hverju sinni. Engar rækjur? Notaðu kjúlla eða naut. Ekkert brokkolí? Blómkál eða spínat fúnkera fínt í staðinn.

Uppskrift

1 skammtur

1 hvítlauksrif marið
1/4 laukur
nokkrir sveppir
gufusoðið brokkolí
100-200 g soðin hýðisgrjón
150g frosnar eða ferskar rækjur
Kikkoman Teriayki
sojasósa

 

IMG_1774

 

 

Aðferð:

1. steikja lauk og hvítlauk þar til fagur gull litaðir. Bæta þá sveppum við og steikja þar til mjúkir.
2. Skella soðnum grjónum og rækjum á pönnuna ásamt skvettu af vatni, Teriyaki og soja og leyfa að malla smástund
3. Brokkolíið útá herlegheitin og hrista vel saman
4. Voilá… gerist ekki einfaldara og fljótlegra

 

Naglinn gerir yfirleitt stóran skammt af soðnum hýðisgrjónum einu sinni til tvisvar í viku í Sistema græjunni sinni (fæst í Nettó) og á tilbúið í ísskápnum. Því tekur ekki nema örfáar mínútur að henda þessu gúrmeti saman.

 

Sistema örbylgju hrísgrjóna gufusjóðari

Sistema örbylgju hrísgrjóna gufusjóðari

 

Sykurlaus súrsæt sósa eða horað chili mæjó er síðan lögbundin viðbót við þennan rétt.

 

IMG_1777