Rauðrófuhummus sem fær þig til að gleyma stað og stund

Haustið er tími rótargrænmetis og hér í Danaveldi svigna hillur undan rauðrófum, hvítum rófum, næpum, gulrótum, kartöflum, sætum kartöflum. Og þegar haustlægðirnar herja á gluggarúðuna er fátt meira kósý en að reima á sig svuntuna og skella í eitt gómsætasta hummusið á byggðu bóli. Bara með ferskum og flúnkunýjum hráefnum. Glúteinlaus. Sykurlaus. Mjólkurlaus. Vegan… you name it… […]

Read More…

Úr sjónlínu – úr sálinni.

Siggi kollegi kom frá útlöndum með fullan poka af Dumle karamellum sem mæna á þig í hvert skipti sem þú nærð þér í kaffibolla Lóa í bókhaldinu átti afmæli í gær og nú dangla óétnar sneiðar af súkkulaðiköku við hliðina á skyrdollunni sem full af skynsemi bíður þín í ísskápnum. Nonni forstjóri kom með kippu […]

Read More…

Aspashummus

  Naglinn hangir utan í veganismanum eins og barn sem vill vera með í snú-snú leik en þorir ekki að taka skrefið. Sleikir sig á rúðuna og mænir löngunaraugum á girnilega baunarétti. Slefar yfir sætkartöflusúpum. Hugsar klámfengið um hummus. Með sleftaum út á kinn yfir Oumph kássu En þú getur alveg verið hvoru tveggja. Kjetæta […]

Read More…

Sætkartöflubrauð

    Brauðin slá alltaf í gegn á matreiðslunámskeiðum Naglans, Now og Nettó. Brauðin er hægt að gera glúteinlaus og sykurlaus og grunnuppskriftin er eins og auður strigi málarans. Það er hægt að gera sæt brauð og nota dásemdir náttúrunnar eins og döðlur, banana, kanil, engifer, rúsínur, negul, eplamús. Síðan er hægt að gera matarbrauð og […]

Read More…

Vertu smitberi

Hversu oft fitja börnin upp á nefið þegar brokkolí kemur í radíus við eldhúsborðið. Unglingurinn sökkvir sér ofan í æfóninn þegar honum er boðið spínatsalat. Makinn hnussar “Er þetta eitthvað hollustukjaftæði?” þegar þú býður upp á nýjan heilsurétt. Systirin hneykslast á öllu þessu hlaupaveseni í þér. “Er þetta ekki slæmt fyrir hnén.” Vinirnir hlægja í […]

Read More…

Nálgunarmarkmið frekar en Forðunarmarkmið

  Nú er mál að linni. Dagar víns og rósa verða að víkja og heilbrigðari hættir hylltir.   Nammibindindi Enginn sykur. Ekkert glútein Út í hafsauga með mjólkina. Sorrý Búkolla. Ekki sopi af ropvatni. Sorrý Ölgerðin. Ekki arða af æti inn um stútinn eftir kvöldmat. Ekki liggja eins og flökuð skata   Hausinn undir og […]

Read More…

Jarðarförin þín

Í jarðarförinni þinni mun enginn tala um kílóatöluna þína. Þeir munu hins vegar tala um þyngdina á útgeislun þinni. Minningargreinarnar um þig munu ekki fjalla um buxnastærðina. Þær munu fjalla um stærð persónuleika þíns. Umræðuefnið í erfidrykkjunni verður ekki ummál brjóstanna heldur hlýjan sem þar býr. Fólk mun ekki minnast þín út frá plássinu sem […]

Read More…

Græni þrumuísinn

    Naglinn er áferðarperri. Allt þarf að vera þykkt. Lepjuþunnir sjeikar valda óhamingju í sinninu og     Sumir drekka grænu þrumuna sína. Úr glasi eða krús. Sumir gera grænu þrumuna svo þykka að hana þarf að borða úr skál. Með skeið. Eða hníf og gaffli. Tekur ekki nema 5 mínútur og málið er […]

Read More…

Árið er…. 2016 #rósaingólfs

Árið er 2016 36 ár síðan kona var kjörin forseti í lýðræðislegri kosningu 101 ár síðan konur fengu kosningarétt Þrjár íslenskar konur hafa unnið titilinn hraustasta kona jarðar. Árið er 2016 Kraftakeppnir, úthaldskeppnir, ólympískar lyftingar eru stútfullir af hraustum konum. Ræktarsalir, crossfitbox og hnébeygjurekkar gubba útúr sér hnarreistum, stoltum valkyrjum. Stórum og smáum Þybbnum og […]

Read More…

Ragga Nagli í Kroppatemjaranum- myndband

Naglanum hlotnaðist sá heiður nýlega að vera boðuð í viðtal hjá Bjössa Sveinbjörns sem er með hina frábæru síðu Kroppatemjarinn. Hér er farið yfir sálfræðina á bakvið mataræði, hreyfingu. Hér er hamrað á mikilvægi þess að finna sinn eigin takt, hvað gleður þig og þína bragðlauka. Hvaða hreyfing þykir þér skemmtileg. Því ein stærð hentar ekki […]

Read More…