Hnetusmjörs brownies

  Þessar litu dagsins ljós í matarboði nýlega og slógu svo mikið í gegn að allur skammturinn kláraðist og húsmóðirin þurfti að snara fram jarðarberjum í hallæri. Það sem kom á óvart var að gestirnir voru ekki prótínslafrandi járnrífingamelir, heldur MeðalJón og Gunna, sem eru vön sykruðum hnallþórum og dísætum snúðum í desa. Þegar slík […]

Read More…

30 daga matarboð með Vigdísi

Ímyndaðu þér að þu ætlir að bjóða Vigdísi Finnbogadóttur í mat allan janúar.   Sæl Vigdís. Gakktu í bæinn. Við byrjum fyrstu 10 dagana á að drekka bara græna djúsa því við þurfum að hreinsa okkur af gjálífi desember mánaðar. Við þurfum að refsa okkur fyrir allar Sörurnar og blóðga bakið fyrir Nóa konfektið.   […]

Read More…

Matreiðslunámskeið Naglans, Nettó og NOW, Akureyri 21. nóv, 2015

Naglinn átti stórkostlega helgi í höfuðstað Norðurlands með matreiðslunámskeið sitt í samstarfi við Nettó, NOW og Under Armour. Af fenginni reynslu eru Akureyringar höfðingjar heim að sækja. Lífsgleðin. Jákvæðnin. Viðmótið. Kurteisin. Gestrisnin.   Og þetta skiptið var engin undantekning. Hjálpsemin í Nettó starfsfólkinu á heldur sér enga líka, og flaggskipið á Glerártorgi stóð heldur betur […]

Read More…

Jólakókoskúlur – sykurlausar

  Eru jólin ekki rétt handan við hornið og tímabært að hnoða í nokkrar sykurlausar, hveitilausar ljúffengar kókosjólakúlur til að gleðja tungubroddinn og komast í geggjaðan jólafíling eins og Baggalútur. En það mun einmitt svífa jólaandi yfir vötnum í bakstursgleðinni á matreiðslunámskeiðum Naglans,Nettó og NOW foods á Akureyri 21. nóvember og Hafnarfirði 18. nóvember. Einhver […]

Read More…

Þín eigin hreysti

    Þú getur verið grannur eða þybbinn. Með sýnilega vöðva, heflaðan sixpakk, eða ávalar línur og mjúkan maga Þú getur æft 3x í viku eða 10x í viku Þú getur æft í 30 mínútur eða 2 tíma Þú getur labbað á höndum eða bara gert lítinn kollhnís Þú getur deddað 30 kíló eða 100 […]

Read More…

Ekki-nógan

Við þekkjum öll dagana þar sem við vöknum og hefjum niðurrifið um leið og glyrnurnar mæna í spegilinn. “Bumban er of stór. Rassinn of feitur. Lít út eins og illa vafin rúllupylsa í hverri einustu spjör í skápnum.” Allir þekkja líka dagana þar sem andlitið fær sína útreið af fúkyrðum. “Ég þarf sérstaka ferð í […]

Read More…

Auka-matreiðslunámskeið 11. maí

Vegna fjölda eftirspurna og þar sem seldist upp á síðasta matreiðslunámskeið á núll einni, hefur verið bætt við auka matreiðslunámskeiði Röggu Nagla mánudaginn 11. maí kl 17-21 í húsnæði gamla Lækjarskóla í Hafnarfirði.     Það er greinilegt að fólk er fullt af eldmóði með heilsuna að markmiði. Og fátt er betra í baráttunni við sykurpúkann en […]

Read More…

Snákaolía uppseld

Dagur í lífi Naglans  Sítrónuvatn slurkað á fastandi maga fyrir morgunverð svo ristillinn stíflist ekki. Þurfti reyndar að fara í fjórar búðir því sítrónur voru uppseldar. Greinilega fleiri en Naglinn sem vita hvað er hættulegt að hreinsa ekki út þarmana í upphafi dags. Beikon, egg og mæjó í morgunverð því kolvetni eru Satans og spika […]

Read More…

Jólagleðin

Jólin eru í næstu viku góðir hálsar.  Hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar þú hugsar um jól? Hjá flestum er það ómannlegt magn af mat, jólasteik, smákökur, sósa, brúnaðar kartöflur und so weiter.  Það er oft gantast með þessi 2,5 -5 kg sem hleðst utan á mannskapinn yfir hátíðirnar.  Sumir hugsa […]

Read More…

Útúrtálgaðir skrokkar

Það er rík tilhneiging í nútímasamfélagi að tengja útúrtálgaðan og helskorinn líkamsvöxt við gott líkamlegt form. Forsíður vöðvatímarita og lífsstílssnepla skarta yfirleitt skrokkum á forsíðu með vogskorinn kvið og skarpar útlínur og ekki fituarða í sjónmáli. En sannleikurinn er sá að slíkt líkamsform er ekki mælikvarði á hreysti, og oft þó síður sé. Naglinn hefur […]

Read More…