X og Y kúrinn

Naglinn fær oft spurninguna: Ertu á X mataræðinu, eða Y kúrnum? Og svo eru nefndar allskyns skammstafanir, upphrópanir og útlenskar nafngiftir.   Naglinn borðar ekki samkvæmt fyrirfram ákveðnum fyrirmælum frá sjálfskipuðum gúrúum úti í heimi. Fornmannafræði, Hollívúddstjörnur, duftframleiðendur eða kjúklingabændur ákvarða ekki snæðinga Naglans. Naglinn fylgir ekki mataræði sem er áætlað útfrá háralit, blóðflögum eða […]

Read More…

Veldu þínar baráttur

Naglinn var einu sinni í yfirþyngd “Færið ykkur strákar, hún tekur alla gangstéttina þessi” “Slappaðu af í kexinu” “Þú þarft nú að endurskoða líkamsvöxtinn þinn.” “Svínka!”   Naglinn grennti sig “ Hún er örugglega með átröskun” “Þú ert orðin alltof horuð” “Mikið líturðu vel út.”   Naglinn byrjaði að hugsa um mataræðið “Ertu að borða […]

Read More…

Geislavirkur Nagli

Naglinn notar ekki naglalakk né hársprey, ber á sig kókosolíu eftir sturtu. Naglinn notar einungis sjampó, þvottaefni, sturtugel og svitalyktareyði án ilmefna, litarefna og parabena. Naglinn eldar nánast allan sinn mat frá grunni úr ferskum óunnum hráefnum (kjöt, grænmeti, gróft korn og ávexti). Naglinn drekkur aldrei áfengi, reykir ekki, tekur Omega-3, fjölvítamín, C-vítamín, D-vítamín á […]

Read More…

Sultur og seyra

Naglinn gerði eitt sinn óvísindalegakönnun á því hvað fólk telur eðlilegan hitaeiningafjölda fyrir fitutap og hefur grátið sig í svefn yfir þeim fjölmörgu sem töldu 1000 eða 1200 kvikindi vera ákjósanlega tölu. Jú það er fínt ef þú ert 50 kíló en þá er harla ólíklegt að þú þurfir að missa mikið af fitu. En […]

Read More…

Þriðji í ítroðelsi

Það er mánudagur, og ekki bara einhver mánudagur, það er annar í páskum og sykurþynnkan hamrar á kúpunni. Þrátt fyrir gubbandi hjartslátt og bullandi aumingjagang í sykurhúðuðum skrokknum hamast og djöflast púkinn í núðlunni og vill draga þig aftur niður í svaðið í undirheima sykurguðsins “Það var svo gaman hjá okkur í gær þegar við […]

Read More…

Vopnahlé

Margar kvinnur heyja Örlygsstaðabardaga við maga, rass og læri, árið út og inn. Grátklökkar með örfá kálblöð á matardisknum, löngunaraugun mæna á Snikkersið við kassann í matvörubúðinni en mantran í hausnum er kyrjuð: “ þér skuluð meinlætalíf dýrka, sjálfið þarf að vera svekkt og sorgmætt, spikið þarf að leka” Á sama tíma er húsbandið bullandi […]

Read More…

Tómur tankur

Brenni ég meira með því að gera þolæfingar á fastandi maga? Skiptir það máli að vera með tóman maga til að brenna meiri fitu? Þessi spurning ríður húsum undanfarin misseri og kemur mjög oft inn á borð Naglans. Hún er sprottin af algengum misskilningi sem er troðið inn í hausinn á sótsvörtum pöpulnum af glanssneplahöfundum […]

Read More…

Hangið á hungurmörkum

Naglinn gerði eitt sinn óvísindalega könnun á hvað fólk telur eðlilegan hitaeiningafjölda fyrir fitutap og hefur grátið sig í svefn yfir þeim fjölmörgu sem töldu 1000 eða 1200 kvikindi vera ákjósanlega tölu til starfans. Jú það er fínt ef þú ert 50 kíló en þá er harla ólíklegt að þar sé mikið af fitu að […]

Read More…

Sprungið dekk?

Allt er í góðum gír í mataræðinu – þú hefur verið 100% í tvær vikur og árangurinn farinn að láta á sér kræla – sentimetrar að hypja sig, bætingar í ræktinni, buxurnar lausari.  Hinsvegar er hausinn farinn að stríða þér og litli púkinn á öxlinni er mættur með allar sínar langanir í sveittar franskar, köku, […]

Read More…

Krullað í beygjurekkanum

Nú þegar herskarar af nýársheitungum streyma inn í ræktarsali landsins, er ekki úr vegi að skerpa aðeins á hvaða hegðunarreglur er mikilvægt að hafa í hávegum innan um galvaníseraðar járnstangir og gúmmíhúðaðar lóðaplötur. Því ef eitthvað fær hnakkahárin til að rísa, hnefana að kreppast og augun til að skjóta gneistum er það þegar fólk gengur […]

Read More…