Bakaður eplakökugrautur

Eplakaka er mikið uppáhaldsát hjá Naglanum og hendir reglulega í eplaböku sem er snædd með ís OG þeyttum rjóma, yfirleitt snætt með tveimur skeiðum og öllum puttum í graðgiskasti. En nú þarf ekki lengur að bíða eftir frjálsri máltíð til að smyrja snúðinn með eplakökugleði, eftir að hafa uppgötvað þessa kombinasjón í morgungleðina. Bakaður eplakökugrautur […]

Read More…

Bakaður bananabrauðsgrautur

Brunch, þessi samblanda af árbít og hádegisverði þar sem allskonar gúmmulaði er skellt á borðið og eðalfólk mætir í heimsókn til að sitja á þjóhnöppunum í nokkra tíma og hlaða í vömbina er eitt það skemmtilegasta át sem Naglinn veit um. Slíkar sitúasjónir eru útópía fyrir átsvín og svartholið nálgast jafnvel að fá fylli sína […]

Read More…

Súkkulaðigrautur með vanilluflöffi

Þar sem súkkulaðikaka með rjóma er einhver sá mesti unaður sem rennur niður kokið datt Naglanum í hug hvort ekki væri hægt að líkja eftir þeim unaði í grautarkombinasjón. Og viti menn, þessi kombinasjón er fyrir bragðlaukana eins og Söngvaseiður var fyrir Alpana. Súkkulaðigrautur 1 skammtur haframjöl * 1-2 mæliskeiðar HUSK klípa salt 1-2 tsk […]

Read More…

Bakaður bláberjagrautur

Naglinn er pervert. Dónalegur grautarpervert sem liggur yfir uppskriftum eins og argasta klámi, og sleikir skálina af áfergju til að ná síðustu dreggjunum ofan í botnlausan hylinn sem magamálið er. Venjulega er gleðin kokkuð á eldstæði í grýtu í hinum ýmsu kombinasjónum, en nýlega ákvað Naglinn að stíga útfyrir sápukúlu vanans og prófa að baka […]

Read More…

Vikuskammtur af grautarblæti

Enn einn grautarpistillinn… farðu úr bænum með þessa grautarblæti. Það dylst víst engum lesanda að Naglinn er grautarperri af Guðs náð….. og er ekki einu sinni meðlimur kirkjunnar. Þessi gleði fyllir urlandi hungrað magaholið hvern einasta, einasta morgun ársins… jebb… líka jóladag og nýársdag og sunnudaga og páskadag. Það er prinsippmál og sjálfsköpuð lífsregla að […]

Read More…

Hafragrautur er fæða guðanna

Það eru fáar máltíðir sem toppa hafragrautinn og Naglinn gæti auðveldlega sporðrennt því góðgæti í allar sex máltíðir dagsins. Stundum er fyrirátsspennan svo mikil að svefninn raskast allverulega af tilhlökkun.  Þátíðarátskvíðinn gerir síðan óbærilega vart við sig að loknum snæðingi og heilir 24 tímar í næsta graut *grenj*. Á morgnana er líkaminn eins og svampur […]

Read More…

Hindberjahamingja

Naglinn reynir að gera graut úr þeim ávöxtum sem eru “í sísoni” þá og þá stundina og  það því elsku berin sem dóminera morgunhamingjuna yfir sumarið. Naglinn fór meira að segja og tíndi sín eigin ber í Lundúnaborg í ágúst sem voru án vafa bestu ber sem snert hafa tunguna. Sem betur fer má ennþá […]

Read More…

Kirsuberjadásemd

Kirsuber og vanilla dansandi saman á tungunni er hreinlega hjónaband búið til á himnum og hvað er dásamlegra í morgunsárið en grautargleði með slíkri kombinasjón. Naglinn fann sykurlausa kirsuberjasósu í matvörubúðinni hér í Danaveldi og upphófst dansandi partý í munnholinu því nú getur verið jólastimmung með kirsuberjasósuðum graut í morgunsárið alla daga ársins.   Haframjöl […]

Read More…

Ferskjugleði

Ferskjugleði Haframjöl (magn eftir smekk og þörf) klípa af salti 1-2 tsk kanill 1-2 tsk chia fræ 1-2 tsk Husk (má sleppa) Vatn (eftir þykktarsmekk) Ferskja skorin í smáa bita og örruð í 30-45 sek til að mýkja aðeins Stevia Apricot Nectar dropar Öllu hent í grýtu og kokkað á gamla móðinn.  Unaðslegt með haug […]

Read More…

“No-bake” prótínstykki

Margir af lærisveinum Naglans finnst hentugt að grípa í prótínstykki eða önnur svokölluð “heilsustykki” milli mála. Naglinn er þó alfarið á móti slíkum afurðum, ef afurðir skyldi kalla.Prótínstykki eru oftar en ekki unnin í öreindir, stútfullt af sykri og yfirleitt húðað með alvöru súkkulaði. Það er því oft sáralítill munur á þessum “heilsustykkjum” og útúrsykruðum […]

Read More…