Kirsuberjadásemd

Kirsuber og vanilla dansandi saman á tungunni er hreinlega hjónaband búið til á himnum og hvað er dásamlegra í morgunsárið en grautargleði með slíkri kombinasjón.

Naglinn fann sykurlausa kirsuberjasósu í matvörubúðinni hér í Danaveldi og upphófst dansandi partý í munnholinu því nú getur verið jólastimmung með kirsuberjasósuðum graut í morgunsárið alla daga ársins.

 

Haframjöl (magn eftir þörf)

klípa salt

1-2 mæliskeiðar HUSK

1-2 tsk Chia fræ

1 tsk vanilluduft

fersk kirsuber skorin í báta

Stevia vanilludropar eða gömlu góðu Kötlu vanilludroparnir

Öllu blandað saman í pott með slurk af vatni (eftir þykktarsmekk).  Suðunni hleypt upp og þá lækkaður hitinn og hræra, hræra, hræra eins og vindurinn.

 

Slurka sykurlausu kirsuberjasósugleðinni yfir herlegheitin og ekki láta þér bregða þó þátíðarátskvíðinn geri vart við sig þegar allt er runnið ofan í ginið.

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s