Hvað ertu þung(ur)? Hverjum er ekki sama?

Naglinn heyrði á tal tveggja kvenna í búningsklefanum í ræktinni.

Önnur stígur upp á vigtina en þá kemur hin aðvífandi og segir að vigtin sé biluð. “Úfff.. sem betur fer, þá fer maður allavega ekki pirraður inn í þennan dag.”
HA??? Naglann langaði að standa upp og slá konuna utanundir.

Læturðu málmklump ákvarða lífshamingjuna??? Í alvöru talað?En því miður er það landlægur faraldur að hlammast daglega ofan á stafrænan járnjálk með kvíðahnút í maga og kökk í hálsi. Þráhyggjan yfir hvaða random tölu græjan gubbar útúr sér þann daginn til að ákvarða sjálfsmyndina og skap dagsins. Enda er vigtin í búningsklefanum vinsælli en gúrka í kvennafangelsi.

Sorglegt en satt…og þessu þarf að breyta hið snarasta takk för… pakkað í sellófan með krullubandi.

Ef Naglinn ætti hundraðkall fyrir hvert skipti sem þarf að berja í hausinn á konum, já og köllum líka, að vigtin skiptir engu máli fyrir líkamlegt útlit, væri túttan í sólbaði núna á einkaströndinni sinni í Karíbahafinu drekkandi svalandi kókoshnetudrykk með regnhlífaskrauti.

Kílóatalan er ekki brennimerkt á bringuna á þér.
Þú færð ekki hæðnisbréf frá Hagstofunni þó þú sért þyngri, léttari, standir í stað síðan í gær, fyrradag, síðustu viku. Það eina sem gerist er að konur (og karlar) slefa sig fastar á þrekstigann í örvæntingu og frústrasjón að í næsta skipti muni vigtarskömmin veita þeim betri dag.

Og það er hamast á “the stairway to nowhere”, þúsund kviðkreppur til að komast í sömu kílóatölu og horað, innantálgað Hollívúdd hræ sem fjallað var um á bleiku síðunum í gær.Slæm líkamsstaða, stífir mjaðma “flexorar”, hamstring, mjóbak og hálsvöðvar er uppskeran úr slíkum darraðardansi við “skinny-fat“ hugsunarháttinn – mjór að utan en feitur að innan eftir fleiri klukkustundir í þolæfingum.

“Ekki lyfta lóðum, því það mun þyngja þig enn meira og þú verður mössuð eins og úkraínskur kringlukastari áður en vikan er liðin.”

HALLÓ!! Finnurðu vatnsgusuna sem dynur á smettinu á þér??

Kílóatalan segir þér núll um hvernig skrokkurinn lítur út. Sjáðu þessa konu hér að neðan? Hún er holdi klædd sönnun þess hvernig þungar lyftingar móta líkamann. Hún er jafn þung á báðum myndum. Grennri, vöðvastæltari, mótaðri en JAFN ÞUNG!! Ó.MÆ.GOD…. nú kreppast einhverjar tær í inniskónum.

Kona!! lyftu lóðum og mótaðu skrokkinn eins og leir.Hentu vigtinni í næsta Sorpugám, það eina sem þú þarft er langur spegill, málband og eigin upplifun og líðan til að meta árangurinn. Það segir þér miklu meira en kíló um hvernig skrokkurinn umbreytist í formi þegar þú mótar hann með þungum lyftingum.

Vöðvar sem eru mun þéttari í sér en fituvefur (og vega því þyngra) mæta á svæðið íklæddir diskógalla tilbúnir að keyra upp grunnbrennsluna og þrýsta sér útí holdið, gera það lögulegra og færa partana norðar.

Þarftu frekari vitnanna við? Þessi kona er þyngri hægra megin en vinstra megin en samt með grennra mitti, sterkari kviðvöðva, stinnari þjóhnappa og lögulegri skrokk.


Þungar lyftingar stuðla að betri líkamsstöðu, sterkari miðju sem heldur kviðnum inni, sterkara baki, rassi, hamstring, hálsi sem allt leiðir til auðveldari hversdags í amstrinu.
Vöðvar eru bullandi ofvirkir og brenna þrisvar sinnum meira en frænka þeirra, letihaugurinn fitan.
Svo með því að skipta lýsi út fyrir kjöt ertu að keyra upp grunnbrennsluna.

Þannig að þú ert með hraustari og skilvirkari skrokk, ert sterkari í ræktinni og hversdeginum og ofan á það allt saman líturðu miklu betur út… en ætlarðu samt að grenja yfir kilóatölunni?? Í alvörunni?

One thought on “Hvað ertu þung(ur)? Hverjum er ekki sama?

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s