Súkkulaðigrautur með vanilluflöffi

Þar sem súkkulaðikaka með rjóma er einhver sá mesti unaður sem rennur niður kokið datt Naglanum í hug hvort ekki væri hægt að líkja eftir þeim unaði í grautarkombinasjón. Og viti menn, þessi kombinasjón er fyrir bragðlaukana eins og Söngvaseiður var fyrir Alpana.

Flöffgruatur-1

Súkkulaðigrautur

1 skammtur

haframjöl *
1-2 mæliskeiðar HUSK
klípa salt
1-2 tsk chia fræ
2 tsk Hersheys ósætað kakó
neskaffi
banani – eldri en sólin, skorinn smátt*

* magn eftir þörf hvers og eins

Allt sett saman í grýtu og kokkað á gamla móðinn á hlóðum. Mikilvægt að hræra vel meðan hann sýður til að fá þykkinguna og unaðinn úr banananum.

IMG_2622

Vanilluflöff

150 ml eggjahvítur
8-9 dropar Stevia vanilla créme eða Now French vanilla

Þetta er síðan flöffað eins og vindurinn.

Skúbba yfir grautinn í smá skömmtum og njóta eins og ljónið. Skálin sleikt til að ná öllum dreggjum og þátíðarátskvíðinn verður patólógískur að loknu áti. Bara 23 og hálfur tími í næsta….