Súkkó-kókos-kaffibollakaka með hnetusmjörssósu

Það dásamlega við jólin í útlöndum er að það er pollrólegt yfir vötnum. Lítið um tölvupósta, fáar símhringingar, engir fundir eða planlagðir hittingar. Svo það er hægt að dúlla sér í eldhúsinu við allskonar tilraunastarfsemi á gúmmulaðis hollustugleði og um að gera að nota þennan rólega tíma áður en janúar holskeflan ríður yfir í fjarþjálfuninni. […]

Read More…

Vanillumúffur með sítrónukremi

Eru ekki að koma jól? Svo segir dagatalið allavega, þó að hér í Danaveldi sé rigning og 10 gráður og fyrir utan lafandi jólaskraut yfir umferðargötunum er fátt sem minnir Íslendinginn á að sólarhátíðin mikla sé eftir rúmar tvær vikur. Ekki snjókorn í nánd, engin grýlukerti, engar hálfskafnar bílrúður og engir sultardropar úr nös. Þá […]

Read More…

Bláberjabrjálæði í kaffibolla

Hvað gera bændur þegar fellibylurinn Bodil lemur á gluggana. Þá er svuntan reimuð, bökunarvörum rutt úr skápunum og ný tegund af morgungleði hrist fram úr erminni. Bláberjabrjálæði í bolla Kaka: 40g haframjöl (malað í hveiti í matvinnsluvél) 1 msk NOW möndluhveiti 1 tsk lyftiduft 2 tsk NOW erythriol/Sukrin 1 tsk vanilludropar 3 msk eplamús 2 […]

Read More…

Rísalamand grautartriffli

Desember runninn upp í öllu sínu veldi. Þá þarf Naglinn víst að troða sér í jólagírinn, og það geta verið átök fyrir Skrögginn sem leiðast jólin. En þegar rísalamand grautartriffli startar deginum, fyllist maður löngun að setja músastiga á veggina og henda í þrjár sortir íklædd hreindýrapeysu. Rísalamand grautartriffli  Grautur: – Haframjöl eftir þörf og […]

Read More…

Jarðarberjakókostriffli

Grautartriffli yljar munnholinu hvern morgun þessi dægrin. Og það fer bullandi teiti í gang hjá bragðlaukunum. Reykvél, diskókúla og Hebbi Gumm treður upp…. can’t walk away. Þú getur allavega ekki labbað burt frá þessari máltíð. Vanillugrautur, jarðarberjagums og kókoskrem, og líf þitt verður ekki hið sama á eftir. Jarðarberjakókostriffli Uppskrift: Grautur: – Haframjöl (magn eftir […]

Read More…

Vanillujarðarberja grautartriffli

Þegar kemur að mataræði og áthegðun á Naglinn það til að uppgötva eitthvað gúrmeti og borða það “ad libitum” í nokkra mánuði þar til önnur gleði er varfærnislega prófuð… bætt, betrumbætt og henni nauðgað næstu mánuðina. Undanfarið misseri hefur einkennst af slátrun á bökuðum graut með vanillu eggjahvítuís. En eftir mikla yfirlegu á netinu komst Naglinn […]

Read More…

Næturgrautur með berjum

Hefurðu prófað næturgraut? Þeir sem eru komnir með leið á hefðbundnum graut kokkuðum á gamla móðinn ættu að prófa þennan þykkildisunað. Sérstaklega núna um þessar mundir þegar öll litlu fallegu andoxunarfullu berin eru í blóma lífsins. Það er líka fátt sem jafnast á við að þurfa ekki að preppa eitt eða neitt og geta hent […]

Read More…

Bakaður rabbarbaragrautur

Er það ávöxtur? Eða er það grænmeti? Kviðdómurinn hefur ekki ákveðið sig, en þetta grænmeti sem þykist vera ávöxtur er í miklu uppáhaldi hjá Naglanum. Það fylgir gríðarleg nostalgía rabbarbaraáti frá útúrsykruðum rabbarbaragraut með rjóma hjá ömmu í Breiðholtinu og Gerður Bjarklind í bakgrunnninum að lesa dánarfregnir og jarðarfarir á gráköldu janúarkvöldi. Bakaður rabbarbaragrautur haframjöl […]

Read More…

Súkkóhnetusmjörsgleði

Naglinn étur flest sem tönn á festir, en það sem kætir úfinn meira en nokkuð annað er súkkulaði og hnetusmjör. Þegar annaðhvort þessara, eða sameining þeirra, gutlast ofan í svartholið verður hamingjusprenging í svartholinu. Þessi bakaði grautur verður yrkisefni komandi kynslóða, og mun eflaust fá sinn eigin ljóðabálk þegar fram líða stundir. Harmónísering súkkulaðibragðsins við […]

Read More…

Hafragrautur – bestur í heimi

Það eru fáar stundir gleðilegri hjá Naglanum en þegar snæðingur er í gangi og nær allar máltíðir valda ofvirkni í munnvatnskirtlum og hamingju í hjarta.  Það eru þó fáar máltíðirnar sem toppa hafragrautinn og Naglinn gæti auðveldlega sporðrennt því góðgæti í allar sex máltíðir dagsins. Stundum er framtíðarátsspennan svo mikil að svefninn bíður hnekki sökum […]

Read More…