Eggaldingratín

Ný vika í aðsigi og nýr kjötlaus mánudagur. Hér kemur uppskrift að sáraeinföldu og fljótlegu gratíni. Hver hefur tíma til að snuddast í eldhúsinu þegar eyða má mínútunum frekar í eitthvað sem skiptir máli eins og gæðastundir með familíunni?       Þessa má líka aðlaga að því sem til er í ísskápnum og tilvalið […]

Read More…

Mokkakaka í bolla…. Mokkasína

  Það er eitthvað ávanabindandi við baunaprótínbragð. Þeir sem hafa smakkað og brúkað það í heilsubakstur skilja mjúkheitin og lekkerheitin sem það gefur í bakkelsið. Þegar það síðan blandast við kakó og kaffibragð þá fara öll skilningavit á fullt. Sambland af kaffi og súkkulaði gefur henni rétt á að heita mokkakaka… eða mokkasína eins og Naglinn […]

Read More…

Snickerskúlur

Margir sem koma á matreiðslunámskeið Naglans, Now og Nettó tala um að vilja sukka fallega. Að eiga eitthvað hollt gúmmulaði í skápnum sem hægt er að grípa í þegar Siggi sæti byrjar að hamra á hjarnanum. “Við viljum fransbrauð” og þagga þannig niður í kauða.  Gulan björgunarbát sem hægt er að fleygja sér í þegar skipið […]

Read More…

Hnetusmjörs brownies

  Þessar litu dagsins ljós í matarboði nýlega og slógu svo mikið í gegn að allur skammturinn kláraðist og húsmóðirin þurfti að snara fram jarðarberjum í hallæri. Það sem kom á óvart var að gestirnir voru ekki prótínslafrandi járnrífingamelir, heldur MeðalJón og Gunna, sem eru vön sykruðum hnallþórum og dísætum snúðum í desa. Þegar slík […]

Read More…

Sítrónu-rósmarín kjúklingur

Þessi uppskrift Naglans á Sítrónu-rósmarín kjúklingi birtist í Fréttablaðinu fyrir skemmstu.   1 heill kjúklingur 1200 g 1/2 búnt rósmarín 1/2 búnt steinselja rifinn börkur af einni sítrónu 2 tsk ólífuolía 1x marið hvítlauksrif   Aðferð: hella ólífuolíu frá Himnesk hollustu í skál Rífa sítrónubörk á rifjárni og bæta við bæta mörnu hvítlauksrifi við klippa […]

Read More…

Vegan ostakaka – þarf ekki að baka

Naglinn er kjötæta per exelans og það er ekki máltíð nema að dauð skepna liggi á disknum. En nú er Veganúar í algleymingi sem er átak til að kynna fólk fyrir vegan lífsstílnum. Það er svo mikilvægt að vera fordómalaus og með opinn huga þegar kemur að fjölbreytni í mataræði, og Naglinn mun leggja sitt af […]

Read More…

Jólakókoskúlur – sykurlausar

  Eru jólin ekki rétt handan við hornið og tímabært að hnoða í nokkrar sykurlausar, hveitilausar ljúffengar kókosjólakúlur til að gleðja tungubroddinn og komast í geggjaðan jólafíling eins og Baggalútur. En það mun einmitt svífa jólaandi yfir vötnum í bakstursgleðinni á matreiðslunámskeiðum Naglans,Nettó og NOW foods á Akureyri 21. nóvember og Hafnarfirði 18. nóvember. Einhver […]

Read More…

Hollar ræskrispís kökur

    Maður getur alveg bakað ræskrispískökur um helgar þó ekkert sé barnið. Maður getur alveg skellt í eina uppskrift þó ekkert sé barnaafmælið. Maður getur alveg borðað þær allar þó maður sé þrjátíu og eitthvað. Því við verðum ekki gömul nema þegar við hættum borða gúmmulaði. En kökur og sætindi þurfa alls ekki að […]

Read More…

Matreiðslunámskeið Naglans, Nettó, NOW – september 2015 – Myndir

    Það er alltaf svo mikil urlandi gleði og glaumur á matreiðslunámskeiðum Röggu Nagla sem eru studd rækilega frá NOW vörunum á Íslandi og Nettó verslununum. Allir mæta með góða skapið í svuntuvasanum og sköpunargáfuna virkjaða til fulls.   Lærisveinarnir mæta klárir að drekka í sig fróðleik og sleppa síðan ímyndunaraflinu lausu með þekkinguna að vopni […]

Read More…

Desertapizza með súkkulaði og banana

Heitir bananar eru litlir kristallar af fullkomnun sem dansa í gómnum. Bananar og súkkulaði er harmónía sem var búin til í himnaríki. Pizza er uppfinning guðanna. Allt þetta sameinað í eina hollustusæng er guðsgjöf til heilsumelsins en þetta dásamlega sköpunarverk leit dagsins ljós í epískri framkvæmdagleði á síðasta matreiðslunámskeiði Röggu Nagla. Næsta námskeið verður á Akureyri í […]

Read More…