Quiche Naglans

    Einfaldleiki og fljótleiki í matargerð er kokteill sem hentar Naglanum sérstaklega vel því yfirleitt er tíminn af skornum skammti á meðan hungrið herjar á kviðarholið. Þessi baka tekur örskamma stund frá upphafi til enda svo fóðrunaraðgerðir geta hafist sem fyrst. Quiche Naglans Botn 1 skófla NOW baunaprótín (pea protein) 1 msk Dr. Goerg […]

Read More…

Hollar bolludagsbollur

  Bolludagurinn nálgast eins og óð fluga en það er engin ástæða . Það er heldur engin ástæða að sitja úti í horni með sorg og sút, maulandi gulrót og taka ekki þátt í gleðinni.  Hér er hugmynd að hollum og horuðum bolludagbollum fyrir þá sem eru að passa línurnar eða þeir sem kjósa af […]

Read More…

Eplakaka Naglans

    Þessi horaða sykurlausa eplakaka klikkar aldrei. Hún slær alltaf í gegn í félagslegum samkundum Naglans þar sem engum dettur í hug að um sé að ræða úsandi hollustu. En best er hún í einrúmi þegar Naglinn er vopnuð gaffli í joggaranum með kaniltaum út á kinn.     Eplakaka Naglans Uppskrift 2 egg […]

Read More…

Crepsur Naglans

Ylvolgar þunnar pönnsur færa Naglann aftur í tíma í eldhúsið hjá ömmu í Safamýrinni með RÚV ómandi í bakgrunni, þar sem sú gamla hafði ekki undan að steikja ofan í velmegunarvömb barnabarnsins sem sporðrenndi hverri á fætur annarri upprúllaðum með sykri. Naglinn hefur jú alltaf verið yfirburðamanneskja þegar kemur að áti innanhúss án atrennu. Þessar […]

Read More…

Sjúklega mjúkar brúnkur

Það finnast ekki nógu sterk lýsingarorð í íslenskri tungu sem ná utan um gómsætið sem felst í þessum skinhoruðu, sykurlausu og dúnmjúku brúnkum (brownies). Unaðurinn sem hríslast niður hryggjarsúluna mælist í bandvíddum þegar þú sekkur tönnunum í þetta ljúfmeti. Við tyggingu upphefst reifpartý í munnholinu, með sjálflýsandi höfuðböndum og sýrutónlist. Þegar mjúkelsið rennur framhjá úfnum […]

Read More…

Ostatortillur Naglans

Naglinn elskar vefjur. Það er eitthvað sem fullnægir áferðarperranum við að sökkva tönnunum í upprúllaðan vöndul þar sem innvolsið gumsast út og inn í munnholið. Vefjur eru á borðum nokkrum sinnum í viku og það sem er dásamlegast er að þær geta tekið á sig allra kvikinda líki eftir því hvaða krydd eru brúkuð eða […]

Read More…

Vanillu ostakaka með súkkulaðiívafi

Þessi kaka er ólýsanlega gómsæt. Átið á henni framkallaði epíska hamingju og jaðraði við trúarlega athöfn hjá rammheiðnum Naglanum. Niðurtalning í kvöldsnæðing morgundagsins hófst um leið og síðasta bita hafði verið rennt niður og það er hugsanlegt að diskurinn hafi verið sleiktur…neeii djók…. eða ekki. Vanilluostakaka með dökku súkkulaði Botn 4 msk Monki hnetusmjör (fæst […]

Read More…

Prótínpizza Naglans 2.0

Naglinn er alltaf að bæta og betrumbæta uppskriftir. Því oftar sem maður skellir í hverja dásemd því meira lærir maður… að vita meira í dag en í gær… er það ekki það sem lífið snýst um? Prótínpizza hefur vermt magaholið ansi oft uppá síðkastið enda Naglinn pizzumelur með meiru en þessi litla snúlla svalar þeirri […]

Read More…

Súkkulaði prótínbrauð

Naglinn er með játningu. Ég heiti Ragnhildur og ég er súkkulaðifíkill. Á klínískan mælikvarða. Patólógískur súkkulaðiperri. Öllssshka allt súkkulaðitengt og þyrfti alvarlega að íhuga málið ef valið stæði milli friðar fyrir botni Miðjarðarhafs og að geta borðað súkkulaði allan daginn án afleiðinga. Enda er passað vel uppá að birgðastaðan af kakódunkum sé ávallt í hámarki […]

Read More…

Lágkolvetna súkkulaðikaka – sjúkleg mjúkheit

  Þessi lágkolvetna súkkulaðikaka gott fólk. Ó svo mjúk, ó svo horuð, ó svo einföld, ó svo fljótleg… hvað er hægt að biðja um meira í þessu lífi? Frábær í kvöldsnæðing. Ekki fitja uppá nefið og afskrifa baunaprótín sem einhvern horbjóð. Þetta prótínduft er ekki gúrmeti í sjeik, en algjör dásemd í prótínbakstur því það […]

Read More…