Súkkulaði prótínbrauð

Naglinn er með játningu. Ég heiti Ragnhildur og ég er súkkulaðifíkill. Á klínískan mælikvarða. Patólógískur súkkulaðiperri. Öllssshka allt súkkulaðitengt og þyrfti alvarlega að íhuga málið ef valið stæði milli friðar fyrir botni Miðjarðarhafs og að geta borðað súkkulaði allan daginn án afleiðinga.

Enda er passað vel uppá að birgðastaðan af kakódunkum sé ávallt í hámarki því þeir spænast upp á ‘nó tæm’ úr bökunarskápnum.

IMG_8520

Naglinn pantar þessa dásemd Special Dark Hershey’s Cocoa á Amazon.com og allir sem voga sér útfyrir landsteinana til Ammeríkunnar eru sjanghæjaðir, mútað og hótað að troða nokkrum dunkum í veskuna og ferja yfir hafið beint í ginið á átvaglinu.

PhotoGrid_1411023951631

Og hvað er dásamlegra en súkkulaði og brauð saman í einu kombói? Súkkulaðibrauð hljómar sem ómþýð djasstónlist í eyrum súkkulaðifíkla með brauðblæti. Hveitilaust, glútenfrítt, horað og gómsætt. Er hægt að biðja um það betra?

Súkkulaðiprótínbrauð

5 eggjahvítur
2 msk ósætað Hershey’s kakó (fæst í Nettó), eða Special Dark ef þú hefur aðgang að slíkri dásemd
1 skófla NOW baunaprótín (pea protein)
1 msk NOW Psyllium HUSK
1 msk kókoshnetuhveiti (t.d Dr. Goerg, fæst í Nettó)
1 dl mjólk (kókoshnetu, möndlu, hrísmjólk)
handfylli kakónibbur (valfrjálst)
1 tsk lyftiduft
klípa salt

IMG_8667

Aðferð:

1) Hita ofn í 170°C
2) Blanda öllu gumsinu saman með töfrasprota, blandara eða handþeytara nema kakónibbum ef notaðar. Bæta þeim við með sleif í lokin.
3) Hella deiginu í lítið brauðform (Naglinn notar sílíkonform)

IMG_8523

4) Baka í 40 mínútur eða þar til (þungur) knífur kemur skraufþurr upp þegar stungið í mitt brauðið.
5) Voilá…. dásamlegt súkkulaðibrauð tilbúið til átu. Unaður með smá smjörsleikju og Fjörosti. *slefályklaborð*

IMG_8530

One thought on “Súkkulaði prótínbrauð

  1. Pingback: Skinhoruð súkkulaðimússa | ragganagli

Comments are closed