Nýtt stöff í Naglahöllinni

 

Naglinn er afskaplega hagsýn húsmóðir sem kreistir tannkremstúpur í öreindir og klippir þær síðan í sundur til að ná síðustu dreggjunum. Kaupir aldrei plastpoka því það er bruðl, nýtir alla matarafganga því sóun matvæla er á pari við landráð og bætir vatni í sápubrúsann þegar hann er við að tæmast til að drýgja líftímann.
En þegar kemur að netsjopping á matvælum og öðrum sem fellur undir fóðrun falla rökhugsun og sjálfsagi örend fyrir hvatvísi og áhrifagirni. Það er ekki friður í sálinni nema að allavega þrír til fjórir pakkar séu á leiðinni með póstinum.

Allskonar nýjungar fyrir átvögl hafa því ratað inn í eldhús Naglans undanfarið, bóndanum til mikillar armæðu.

“Það er ekkert pláss fyrir þetta allt saman í íbúðinni.”

“Jú jú, kallinn minn… í mallanum á konunni þinni” 🙂

 

 

20140826_190938

Nýtt stöff frá Sistema (fæst í Nettó á Íslandi, sistemascan í DK).
Salatskál með sigti í botninum sem heldur kálinu krispí, afar gott fyrir áferðarperra.
Sömuleiðis salatspinner til að hreinsa kálið fyrir átu.
Möffins form “to-go”, passar voða vel fyrir horaðar múffur Naglans.
Kaffimál fyrir bóndann þar sem Naglinn drekkur ekki kaffi.
Vatnskanna með sigti og lokanlegu loki, sérstaklega gagnlegt fyrir ávexti útí vatnið.
Morgunkorns kassi undir haframjölið.
Tveir vatnsbrúsar, að sjálfsögðu bleikir. Bæði 600 ml og 800 ml í átökin. Öfugt við gömlu brúsaaumingjana leka þessir ekki og bleyta alla æfingaveskuna… “been there, done that”.

 

20140901_085006

Bleikur Sistema vatnsbrúsi með skrúfanlegu loki

 

 

20140815_082519

Bragðaukar frá Myprotein.com. Bæði dropar og duft

Dropar:
Toffee dropar – dásamlegt í prótínfrosting og prótínbúðing
Vanilludropar – nokkrir dropar útí horaðan þeyttan rjóma er alveg eins og Kjörís úr vél

Duft:
Súkkulaði heslihnetu – útí horaða súkkulaðisósu Naglans er eins og Milka súkkulaði.
Mokka  – unaðslega bragðgott. Dásamlegt í súkkósósu, múffur, kaffibollaköku… eiginlega allt.
Cookies & Cream – alls ekki gott, alltof kemískt bragð.
Súkkulaði kókoshnetu – svona bragðast illska. Algjör horbjóður. Fór beint í ruslið.

 

20140827_172441

Ósætuð súkkulaðimöndlumjólk keypt á www.iherb.com. Eins og Kókómjólk, jeraðsegja ykkur það. Unaður í kaffibollaköku, flöff og allskonar.

20140901_085120

Casein prótín með karamellu-hnetu bragði. Keypt á Bodystore.dk

 

20140820_210341

 

 

 

20140901_084925

Þetta gott fólk! Súkkulaðiheslihnetusmjör er nákvæmlega eins og Ferrero Rocher. Dásemd í dós.

 

Lakkrísblætið byrjar:

20140901_084753

Lakkrís granulat

 

 

20140901_084738

Sætt lakkríspúður en samt án sykurs

 

 

20140826_171752

Sykurlaust lakkrís síróp með Stevia

 

 

20140730_155238

Lakkrís salt frá Saltverk

 

Naglinn er með algjört lakkrísblæti þessa dagana.
Lakkrís síróp með Stevia (Magasin). Unaður í salatdressingu blandað við balsamedik, sáldrað út á prótínbúðing, flöff, kaffibollakökur, marinering fyrir lax, kjúlla, naut…. endalausir möguleikar
Lakkrís salt frá Saltverk (Magasin, Irma). Gott á ALLT… sumir skófla því í grímun eitt lófafylli í einu
Lakkrís granulates (Magasin) – grófkorna lakkríspúður.
Sætt (sykurlaust) salmiak lakkríspúður – eins og Dracula brjóstsykur (Magasin). Sáldrað yfir flöff og lífið er fullkomnað.

 

 

Sistema örbylgju hrísgrjóna gufusjóðari

Sistema örbylgju hrísgrjóna gufusjóðari

 

 

 

 

IMG_8447

Sistema örbylgju grænmetisgufusjóðari

 

 

20140901_091056

Þetta hnetusmjör getur dimmu í dagsljós breytt. Karamellubrjálæðið eitt og sér ætti að fá Friðarverðlaun Nóbels. Keypt á http://www.energilageret.dk en Naglinn hefur gaukað að eðaldrengjunum í FitnessSport að athuga með innflutning á landið bláa.

 

20140902_071136

 

Laaangbestu hrísgrjónin að mati Naglans. Keypt á http://www.iherb.com.

 

That’s it folks…. nú hefst átið.