Naglinn býður í mat

Naglanum finnst voða gaman að bjóða í mat. Sérstaklega þegar maturinn er bæði hollur, góður og fer vel í maga áður en haldið er út á lífið. Þegar um er að ræða góða vini sem geta deilt gömlum sögum, rifjað upp liðna tíma og hlegið að heimskupörum ungdómsáranna verður kvöldið dásamleg skemmtun. Það sem Naglinn bauð uppá […]

Read More…

Matreiðslunámskeið Naglans, Nettó, NOW – september 2015 – Myndir

    Það er alltaf svo mikil urlandi gleði og glaumur á matreiðslunámskeiðum Röggu Nagla sem eru studd rækilega frá NOW vörunum á Íslandi og Nettó verslununum. Allir mæta með góða skapið í svuntuvasanum og sköpunargáfuna virkjaða til fulls.   Lærisveinarnir mæta klárir að drekka í sig fróðleik og sleppa síðan ímyndunaraflinu lausu með þekkinguna að vopni […]

Read More…

Desertapizza með súkkulaði og banana

Heitir bananar eru litlir kristallar af fullkomnun sem dansa í gómnum. Bananar og súkkulaði er harmónía sem var búin til í himnaríki. Pizza er uppfinning guðanna. Allt þetta sameinað í eina hollustusæng er guðsgjöf til heilsumelsins en þetta dásamlega sköpunarverk leit dagsins ljós í epískri framkvæmdagleði á síðasta matreiðslunámskeiði Röggu Nagla. Næsta námskeið verður á Akureyri í […]

Read More…

Hreint prótínduft – kameljón heilsumelsins

Það þarf ekki að tæma sparibaukinn og sjoppa fleiri fleiri dollur af hinu og þessu duftinu. Mörg prótínduft eru líka full af miður heilsusamlegum fylliefnum, sætuefnum, aukefnum sem oft fara ekki vel í maga og keyra upp prísinn á dollunni. Oftar en ekki bragðast duftin miður geðslega og einungis ein skeið ratar í munninn með […]

Read More…

Sjúklega gómsætar súkkulaðibitakökur

Það finnast ekki nógu sterk lýsingarorð í íslenskri tungu fyrir þessar súkkulaðibitakökur. Dökkar og dásamlegar. Hollar og horaðar. Sykurlausar og sjúklega mjúkar. Þær bráðna í munninum og renna aftur fyrir úfinn án mikillar hjálpar frá tanngarðinum.   Þessar kökur innihalda eingöngu náttúruleg hráefni. Það má nota sykurlaust súkkulaði í staðinn fyrir kakónibbur Þær má síðan […]

Read More…

Vanilluflöff… besta flöff veraldar

      Naglinn hafði heyrt um þetta flöff. Lágkolvetna flöff úr frosnu zucchini. Naglinn trúði því ekki. Eins og goðsögn í flöff kreðsunum. Keyser Söze prótínheimanna.  En alltaf danglaði þessi hugmynd fram og til baka aftast í hausnum, eins og gömul greip flaska í farangursrýminu úr síðustu Þórsmerkursútilegu. Þar til einn daginn sagði hausinn: […]

Read More…

Rósmarínbrauð

  Þetta rósmarínbrauð leit dagsins ljós á einu af námskeiðum Naglans og sló rækilega í gegn eins og góður slagari með Gunna Þórðar. Sneiðarnar ruku út hver af annarri ofan í ginin á svöngum heilsumelum. Ekkert hvítt hveiti, enginn sykur, ekkert ger, ekkert glútein. Bara margar sneiðar af dásamlegri hollustu og hnossgæti.   Rósmarín prótínbrauð […]

Read More…

Nutella brúnkur

Naglinn hefur gert margar brúnkurnar (brownies) í gegnum tíðina en þessar slógu öll fyrri met. Þær eru óður til ástarinnar. Lífsins elixír. Uppspretta frygðarhljóða. Mjúkelsi undir tönn. Bitarnir krefjast vart tyggingar og rúlla niður kokið. Heslihnetubragðið dansar trylltan dans á tungubroddinum meðan súkkulaðibragðið lekur niður kinnholurnar.   Átið verður líka mun gleðilegra móment þegar diskurinn og […]

Read More…

Súkkulaðimússa

Einn uppáhalds kvöldsnæðingur Naglans er súkkulaðimússa, skinhoruð, pökkuð af prótíni og algjör unaður á tungu. Hreinn og klár veislumatur um háskaðræðistímann. Og svo fljótlegt og einfalt blómin mín sem er það sem skiptir mestu máli þegar hungrið mikla sækir að.   Uppskrift: 150g kotasæla 2 msk kókoshnetumjólk (eða möndlu/belju/soja) 1/4 tsk NOW xanthan gum 1 msk […]

Read More…

4-mínútna prótínkaka Naglans

Hefur þú aldrei prófað horuðu 4-mínútna súkkulaðiköku Naglans? Hún er appelsínugulur björgunarkútur þegar sykurpúkinn gerir hosur sínar grænar og hvíslar ástarljóðum í eyrað á þér. Hún er haukur í horni þegar réttlætingarnar fyrir að detta niður í sukksvaðið eru við það að ná yfirhöndinni í baráttunni við skynsemina. Og það besta er að hún krefst […]

Read More…