Vanilluflöff… besta flöff veraldar

 

 

IMG_9553

 

Naglinn hafði heyrt um þetta flöff. Lágkolvetna flöff úr frosnu zucchini. Naglinn trúði því ekki. Eins og goðsögn í flöff kreðsunum. Keyser Söze prótínheimanna.  En alltaf danglaði þessi hugmynd fram og til baka aftast í hausnum, eins og gömul greip flaska í farangursrýminu úr síðustu Þórsmerkursútilegu.

Þar til einn daginn sagði hausinn: “hingað og ekki lengra. Nú fáum við botn í málið og þöggum niður í þessari efasemdarödd”

Og skín þú stjarna skærust. Himarnir opnuðust. Litlir englar sungu. Tíminn stóð í stað. Þetta flöff á skilið  Nóbelsverðlaunin fyrir að stuðla að heimsfriði. Ef Pútín myndi borða vanilluflöff yrði allt pollrólegt í Úkraínu og dúman yrði eingöngu skipuð samkynhneigðum.

 

En rúsínan í pylsurassinum er að þetta flöff er kameljón og getur breytt sér í allra kvikinda líki því zucchini er hlutlaust eins og Sviss forðum daga, og má því bragðbæta í takt við hvað bragðlaukarnir garga á þann daginn.

 

IMG_9567

 

Zucchini flöff
1 skammtur

1 skófla (30g) NOW micellar casein
180g frosið niðurskorið zucchini
1/2 tsk xanthan gum
150 ml sykurlaus Isola möndlumjólk (eða kókoshnetumjólk)
NOW Better Stevia French vanilla
1 matskeið kotasæla (má sleppa en gerir stífara flöff)

Allt stöffið fæst að sjálfsögðu í Nettó

nettó-lógó

IMG_9578

Aðferð:

1) Skera zucchini í fjóra parta. Fyrst í helming og svo aftur í helming. Síðan í litla teninga.

2) Setja zucchini teninga í poka og frysta í a.m.k 6 tíma. Því lengur því betra.

IMG_9551

 

IMG_9552

IMG_9452

3) Dömpa í hrærivélaskál: frosnu zucchini, prótíndufti, xanthan gum, vanilludropum og möndlumjólk (og kotasælu ef notuð).

4) Mauka með töfrasprota. Naglinn notar Bamix því hann er einfaldlega öflugur eins og Black og Decker borvél. Það dugar ekkert minna í aðgerðina.

 

IMG_9579

20150602_105913

 

20150602_110050

5) Þegar zucchini bitarnir eru maukaðir í nanóeindir og allt stöffið orðið að einu gumsi er skálinni skellt undir hrærarann og þeytt í 5-6 mínútur á hæstu stillingu eða þar til vélin fer að ströggla.

 

20150602_110645

 

Þá ertu komin með flöff í hendurnar sem er unaður og munaður. Það má síðan skúbba í skoltinn beint uppúr skálinnni eða vera siðfágaður í samfélagi mannanna og henda í pena skál með skeiðinni Fred frá Tulipop og skreyta með Remi kexi.

 

 

IMG_9549

 

Horuð súkkulaðisósa er ekki valkostur, það er skylda með þessu flöffi.

 

IMG_9553

 

Gleðina má jafnvel frysta og borða síðar.

Bon appetit!

 

 

One thought on “Vanilluflöff… besta flöff veraldar

  1. Pingback: Sjoppað í Sverige. Vol. 2 | ragganagli

Comments are closed