Ávanabindandi Brownies – hveitilausar og sykurlausar

Þessi brúnka (brownies) hefur farið sigurför um landið á matreiðslunámskeiðum Naglans, Now og Nettó í hinum ýmsu bæjarfélögum. Þær eru hættulega ávanabindandi og sitja í ísskápnum klesstar en samt svo mjúkar. Gómsætar og gordjöss. Súkkulaðibragðið svo unaðslegt. Og garga á þig að fá þér bara einn bita í viðbót… sem er allt kei, því þær eru horaðar, […]

Read More…

Kókosommiletta – morgungleði á æðsta stigi

Ommiletta er ekki bara ommiletta. Rétt eins og haframjöl er auður strigi málarans, þá eru egg og eggjahvítur að sama skapi kameljón sem geta breyst í allra kvikinda líki. Tökum ommilettu sem dæmi. Hana má gera sæta og salta. Með grænmeti eða ávöxtum. Toppuð með súkkulaðisósu eða kryddjurtum. Það má gera hana á pönnu, inni […]

Read More…

Bláberjaís

Hér í Danaveldi skín sólin þessa dagana og vorið lúrir handan við hornið og bíður færis að stökkva fram. Þá lifnar heldur betur yfir borginni og má sjá fólk sleikja þá gulu eftir langan vetur. Fólk sleikir líka ís í brauði á hverju torgi og bekk. Enda er sólskin og ísát dúett sem var skapað […]

Read More…

Eggaldingratín

Ný vika í aðsigi og nýr kjötlaus mánudagur. Hér kemur uppskrift að sáraeinföldu og fljótlegu gratíni. Hver hefur tíma til að snuddast í eldhúsinu þegar eyða má mínútunum frekar í eitthvað sem skiptir máli eins og gæðastundir með familíunni?       Þessa má líka aðlaga að því sem til er í ísskápnum og tilvalið […]

Read More…

Mokkakaka í bolla…. Mokkasína

  Það er eitthvað ávanabindandi við baunaprótínbragð. Þeir sem hafa smakkað og brúkað það í heilsubakstur skilja mjúkheitin og lekkerheitin sem það gefur í bakkelsið. Þegar það síðan blandast við kakó og kaffibragð þá fara öll skilningavit á fullt. Sambland af kaffi og súkkulaði gefur henni rétt á að heita mokkakaka… eða mokkasína eins og Naglinn […]

Read More…

Snickerskúlur

Margir sem koma á matreiðslunámskeið Naglans, Now og Nettó tala um að vilja sukka fallega. Að eiga eitthvað hollt gúmmulaði í skápnum sem hægt er að grípa í þegar Siggi sæti byrjar að hamra á hjarnanum. “Við viljum fransbrauð” og þagga þannig niður í kauða.  Gulan björgunarbát sem hægt er að fleygja sér í þegar skipið […]

Read More…

Hnetusmjörs brownies

  Þessar litu dagsins ljós í matarboði nýlega og slógu svo mikið í gegn að allur skammturinn kláraðist og húsmóðirin þurfti að snara fram jarðarberjum í hallæri. Það sem kom á óvart var að gestirnir voru ekki prótínslafrandi járnrífingamelir, heldur MeðalJón og Gunna, sem eru vön sykruðum hnallþórum og dísætum snúðum í desa. Þegar slík […]

Read More…

Oumph kebab

Oumph verður orð ársins 2016. Og hvað er Oumph?   Oumph er sænsk framleiðsla og ný af nálinni. Það er sojaprótín í strimlum sem minnir á kjúkling í áferð og bragði og því frábær alternatífa fyrir okkur kjötæturnar sem öndum á rúðu vegan lífsstílsins og langar að taka þátt en þorum ekki að stíga skrefið […]

Read More…

Vegan ostakaka – þarf ekki að baka

Naglinn er kjötæta per exelans og það er ekki máltíð nema að dauð skepna liggi á disknum. En nú er Veganúar í algleymingi sem er átak til að kynna fólk fyrir vegan lífsstílnum. Það er svo mikilvægt að vera fordómalaus og með opinn huga þegar kemur að fjölbreytni í mataræði, og Naglinn mun leggja sitt af […]

Read More…

Hollar ræskrispís kökur

    Maður getur alveg bakað ræskrispískökur um helgar þó ekkert sé barnið. Maður getur alveg skellt í eina uppskrift þó ekkert sé barnaafmælið. Maður getur alveg borðað þær allar þó maður sé þrjátíu og eitthvað. Því við verðum ekki gömul nema þegar við hættum borða gúmmulaði. En kökur og sætindi þurfa alls ekki að […]

Read More…