Matreiðslunámskeið Naglans, Nettó, NOW – september 2015 – Myndir

    Það er alltaf svo mikil urlandi gleði og glaumur á matreiðslunámskeiðum Röggu Nagla sem eru studd rækilega frá NOW vörunum á Íslandi og Nettó verslununum. Allir mæta með góða skapið í svuntuvasanum og sköpunargáfuna virkjaða til fulls.   Lærisveinarnir mæta klárir að drekka í sig fróðleik og sleppa síðan ímyndunaraflinu lausu með þekkinguna að vopni […]

Read More…

Desertapizza með súkkulaði og banana

Heitir bananar eru litlir kristallar af fullkomnun sem dansa í gómnum. Bananar og súkkulaði er harmónía sem var búin til í himnaríki. Pizza er uppfinning guðanna. Allt þetta sameinað í eina hollustusæng er guðsgjöf til heilsumelsins en þetta dásamlega sköpunarverk leit dagsins ljós í epískri framkvæmdagleði á síðasta matreiðslunámskeiði Röggu Nagla. Næsta námskeið verður á Akureyri í […]

Read More…

Dauðsfall af völdum súkkulaðis

  Þessi kaffibollakaka er samansafn af litlum kristöllum af fullkomnun sem brotna niður á tungunni og gefa þér pínulitla innsýn inn í Nirvana lífið hinum megin. Ef einhver spyr þig hvort þú borðir ekki of mikið af mat með súkkulaðibragði, skaltu strika viðkomandi útaf jólakortalistanum. Þú þarft ekki slíkan bölmóð og bresti í þitt líf. […]

Read More…

Hreint prótínduft – kameljón heilsumelsins

Það þarf ekki að tæma sparibaukinn og sjoppa fleiri fleiri dollur af hinu og þessu duftinu. Mörg prótínduft eru líka full af miður heilsusamlegum fylliefnum, sætuefnum, aukefnum sem oft fara ekki vel í maga og keyra upp prísinn á dollunni. Oftar en ekki bragðast duftin miður geðslega og einungis ein skeið ratar í munninn með […]

Read More…

Sjúklega gómsætar súkkulaðibitakökur

Það finnast ekki nógu sterk lýsingarorð í íslenskri tungu fyrir þessar súkkulaðibitakökur. Dökkar og dásamlegar. Hollar og horaðar. Sykurlausar og sjúklega mjúkar. Þær bráðna í munninum og renna aftur fyrir úfinn án mikillar hjálpar frá tanngarðinum.   Þessar kökur innihalda eingöngu náttúruleg hráefni. Það má nota sykurlaust súkkulaði í staðinn fyrir kakónibbur Þær má síðan […]

Read More…

Horað hunangssinnep

    Þessi kombinasjón er algjört dúndur. Sinnep og NOW foods​ Stevia duft. Hrært saman. Svo einfalt. Svo fljótlegt. Svo dásamlega gómsætt. Eins og hunangssinnep nema bara mínus allur sykurinn. Eftir þessa dásamlegu uppgötvun spænast upp heilu baukarnir af Steviu og sinnepsframleiðendur heimsins hafa vart undan að tappa á brúsa til að sinna eftirspurn Naglans.

Read More…

Vanilluflöff… besta flöff veraldar

      Naglinn hafði heyrt um þetta flöff. Lágkolvetna flöff úr frosnu zucchini. Naglinn trúði því ekki. Eins og goðsögn í flöff kreðsunum. Keyser Söze prótínheimanna.  En alltaf danglaði þessi hugmynd fram og til baka aftast í hausnum, eins og gömul greip flaska í farangursrýminu úr síðustu Þórsmerkursútilegu. Þar til einn daginn sagði hausinn: […]

Read More…

Rósmarínbrauð

  Þetta rósmarínbrauð leit dagsins ljós á einu af námskeiðum Naglans og sló rækilega í gegn eins og góður slagari með Gunna Þórðar. Sneiðarnar ruku út hver af annarri ofan í ginin á svöngum heilsumelum. Ekkert hvítt hveiti, enginn sykur, ekkert ger, ekkert glútein. Bara margar sneiðar af dásamlegri hollustu og hnossgæti.   Rósmarín prótínbrauð […]

Read More…

Nutella brúnkur

Naglinn hefur gert margar brúnkurnar (brownies) í gegnum tíðina en þessar slógu öll fyrri met. Þær eru óður til ástarinnar. Lífsins elixír. Uppspretta frygðarhljóða. Mjúkelsi undir tönn. Bitarnir krefjast vart tyggingar og rúlla niður kokið. Heslihnetubragðið dansar trylltan dans á tungubroddinum meðan súkkulaðibragðið lekur niður kinnholurnar.   Átið verður líka mun gleðilegra móment þegar diskurinn og […]

Read More…

Auka-matreiðslunámskeið 11. maí

Vegna fjölda eftirspurna og þar sem seldist upp á síðasta matreiðslunámskeið á núll einni, hefur verið bætt við auka matreiðslunámskeiði Röggu Nagla mánudaginn 11. maí kl 17-21 í húsnæði gamla Lækjarskóla í Hafnarfirði.     Það er greinilegt að fólk er fullt af eldmóði með heilsuna að markmiði. Og fátt er betra í baráttunni við sykurpúkann en […]

Read More…