Appelsínusúkkulaðisósa

  Appelsínur eru í sísoni núna og úr hillum matvöruverslana hér í Baunalandi velta íturvaxnir appelsínugulir hnettir stútfullir af C-vítamíni og bíða þess að almúginn sökkvi tönnunum í gómsætt aldinkjötið. En þær eru til annarra hluta nytsamlegar eins og að skralla börkinn útí í horaða súkkulaðisósu og gefa henni þannig kattartungu effekt.  Og rúsínan í pylsuendanum […]

Read More…

Hollar bolludagsbollur

  Bolludagurinn nálgast eins og óð fluga en það er engin ástæða . Það er heldur engin ástæða að sitja úti í horni með sorg og sút, maulandi gulrót og taka ekki þátt í gleðinni.  Hér er hugmynd að hollum og horuðum bolludagbollum fyrir þá sem eru að passa línurnar eða þeir sem kjósa af […]

Read More…

Eplakaka Naglans

    Þessi horaða sykurlausa eplakaka klikkar aldrei. Hún slær alltaf í gegn í félagslegum samkundum Naglans þar sem engum dettur í hug að um sé að ræða úsandi hollustu. En best er hún í einrúmi þegar Naglinn er vopnuð gaffli í joggaranum með kaniltaum út á kinn.     Eplakaka Naglans Uppskrift 2 egg […]

Read More…

Rísalamand grautur

Rísalamand hafragrautur með þykjustuflöðuskúm og kirsuberjasósu var það heillin. Ó svo jólalegur og notalegur morgungrautur á aðventunni með danskri inspírasjón og átgleðin nær nýjum hæðum. Þennan er tilvalið að gera kvöldið áður í skammdegismyrkrinu meðan haustlægðirnar berja á rúðunni svo þú þarft einungis að rúlla þér framúr bælinu í morgunsárið og opna ísskápinn vopnaður skeið. […]

Read More…

Crepsur Naglans

Ylvolgar þunnar pönnsur færa Naglann aftur í tíma í eldhúsið hjá ömmu í Safamýrinni með RÚV ómandi í bakgrunni, þar sem sú gamla hafði ekki undan að steikja ofan í velmegunarvömb barnabarnsins sem sporðrenndi hverri á fætur annarri upprúllaðum með sykri. Naglinn hefur jú alltaf verið yfirburðamanneskja þegar kemur að áti innanhúss án atrennu. Þessar […]

Read More…

Tíramísú triffli

Vissir þú að Tíramísú þýðir “lyftu mér upp” á ítölsku? Og ef þessi grautur lyftir þér ekki upp úr bælinu í morgunsárið alla leið upp í sjöunda himin þarftu að láta athuga starfsemi bragðlaukanna á næstu heilsugæslustöð. Ein sneið af tíramísú inniheldur hátt í 500 karólínur og 30 grömm af fitu meðan þessi morgungleði er […]

Read More…

Kryddbrauð Naglans

  Það er fátt sem minnir eins mikið á jólin og nýbakað ilmandi kryddbrauð? Naglinn er Skröggur mikill, enda rammheiðin, og leiðist prjálið og stússið í kringum þessa blessuðu þrjá daga, en það gildir hinsvegar allt annað um matarhefðir og gúmmulaðið sem fljóta um allt í desember.   Sykurlaust prótínkryddbrauð 120g NOW möndlumjöl 2 heil […]

Read More…

Hindberjakókosmúffur

Það heltekur alltaf pervertískur æsingur að deila með heiminum þegar Naglinn dettur niður á gómsætt hollustukombó. Þessar hindberjakókosmúffudúllur eru nýjasta afurðin til að líta dagsins ljós úr tilraunaeldhúsinu og hafa algjörlega slegið í gegn hjá áferðarperranum. Stökkar undir tönn með nóg af knasi en dúnmjúkar samtímis svo áferðarperrinn tekur afturábak kollhnís með skrúfu.   Hindberjakókosmúffur […]

Read More…

Súkkulaði prótínbrauð

Naglinn er með játningu. Ég heiti Ragnhildur og ég er súkkulaðifíkill. Á klínískan mælikvarða. Patólógískur súkkulaðiperri. Öllssshka allt súkkulaðitengt og þyrfti alvarlega að íhuga málið ef valið stæði milli friðar fyrir botni Miðjarðarhafs og að geta borðað súkkulaði allan daginn án afleiðinga. Enda er passað vel uppá að birgðastaðan af kakódunkum sé ávallt í hámarki […]

Read More…

Naglapönnsur

  Það er Naglanum mikið ástríðumál að miðla til ykkar elsku lesenda að hollt mataræði þýðir ekki horað kálblað og þurr kjúklingur. Heilbrigður lífsstíll snýst ekki um boð og bönn, heldur allt gúmmulaðið sem hægt er að moða úr hollustunni. Því mataræði snýst ekki bara um kaloríur, kolvetni, prótín og fitu, heldur er það að […]

Read More…