Blúndur Naglans

Blondies eða Blúndur eins og Naglinn kýs að kalla þær uppá hið ylhýra eru litla systir brúnkunnar, en alveg jafn mikið gúmmulaði þó þær séu ekki tanaðar í drasl eins og stóra systir.   Blúndur Naglans 14-16 bitar 1 skopa (20g) NOW vanilla prótínduft 1/4 tsk lyftiduft1/4 tsk salt15 g rúsínur2 tsk kanill1 dós (230g) kjúklingabaunir30g náttúrulegt hnetusmjör0,5 […]

Read More…

Frosin súkkulaði-kókos ostakaka…. tíminn stendur í stað

“Það eru bara alltaf jólin hjá þér” sagði bóndinn. “Þínir nammidagar verða bráðum soðin ýsa og kartöflur til að fá tilbreytingu frá öllu gúmmulaðinu í þínu daglega holla mataræði.” Naglinn fann það mjög fljótlega að einhæfir þurrir snæðingar færðu ekkert annað með sér en vanþurft, frústrasjón með tilheyrandi átköstum, sektarkennd og óæskilegum skaðastjórnunaraðgerðum. Til þess […]

Read More…

Ostapoppsblómkál

  Hér í denn var Ostapopp frá Stjörnupopp í miklum metum hjá Naglanum, og heilum poka slátrað án þess svo mikið að blikka auga, enda atvinnumaður í áti án atrennu hér á ferð. En þau eru orðin ansi mörg árin síðan því var sporðrennt í ginið. Þessi uppgötvun var því  heldur betur ferð niður Minningarstrætið. […]

Read More…

Brownies Naglans

Heyrði ég rétt? Skinhoraðar brownies? Úr baunum??  Og ekki nema 45 kcal í bita (ath! ekki allri kökunni). Stöðvið tímann gott fólk, því þessi unaður mun senda ykkur beinustu leið með DHl í útópíu af átgleði. Svartar baunir sem staðgengill hveitis í hollustubakkelsi er mesta snilld sem mannkynið hefur notið góðs af síðan handlóðið var […]

Read More…

Súkkulaðiappelsínumússa

Súkkulaði og appelsína er kombinasjón sem minnir okkar kynslóð bara á kattatungur og heimsóknir í teppalagt Þjóðleikhúsið. Naglann langaði allsvakalega að gera hollustugómsæti úr þessu bragðkombó sem dansar á tungunni. Úr varð súkkulaðiappelsínumússa úr grindhoruðum hráefnum og allir eru glaðir, bæði átvaglið og heilsumelurinn. Nýjasta nýtt frá NOW er sykurlaus sykur. Halló, getur það hljómað […]

Read More…

Prótínpizza Naglans

Naglinn var á matreiðslunámskeiði hjá snillingnum hjá Protein Pow í London fyrir skömmu þar sem við lærðum að útbúa allskyns gómsæti úr prótíndufti, enginn sykur, ekkert hvítt hveiti, ekkert smjör… bara horuð hollusta út í gegn. Þar gerðum við lærlingarnir meðal annars gúmmulaðis pizzu sem hefur ekki vikið úr hugarfylgsnum Naglans síðan enda sérdeilis gómsæt með […]

Read More…

Low-carb tortillur Naglans

Til hvers að eyða hýrunni í plastaðar tortillur úr sjoppunni þegar það tekur fimm mínútur að skella í hjemmelavet lummur. Þessar eru í miklu uppáhaldi hjá Naglanum og frábært að eiga á lager í frysti. Þá er bara kippt út tveimur kvikindum og skellt á pönnu til að þíða upp. Low -carb tortillur Naglans 2 […]

Read More…

Sítrónukaka Naglans

Þegar lífið hendir í þig sítrónum (því það var tilboð á þeim í búðinni), þá býrðu ekki til sykursósað límonaði, ó næ næ frú Stella, ekki heilsumelir. Þeir skella í ljúffenga og horaða sítrónuköku. Þessi passar súper vel í kvöldsnæðing því þegar sykursnúðurinn vill láta á sér kræla yfir imbakassanum síðla kvölds er fátt dásamlegra […]

Read More…

Zucchini banana brauð

    Zucchini banana brauð 2 lítil brauð 2.5 dl möndlumjöl 1 ½ tsk lyftiduft ½ tsk salt 1 tsk kanill 2 dl rifið zucchini (kreista vatn úr) 3 eggjahvítur 3 msk Walden Farms pönnuköku síróp 1 stappaður banani 1 msk kókoshnetuolía (fljótandi)     Aðferð: stilla ofninn á 180°C og smyrja tvö lítil brauðform […]

Read More…

Low carb súkkulaðikaffibollakaka

Þegar mataræðið er jafn spennandi og Alþingisumræður um aukningu þorsskkvóta koma upp ljótar cravings sem þú átt engan mótleik við og áður en þú veist af hafa hendurnar tætt upp Hómblest pakkann eins og hungraðar dúfur á brauðhleif. En ef maður getur borðað köku nánast í hvert mál kemur ekki upp vanþurft og átvaglið er […]

Read More…