Litla Naglasyndin ljúfa

    Þessi morgunmatur, gott fólk! Þessi kaffibollakaka! Að öllum ólöstuðum var þetta besti morgunverður sem nokkru sinni hefur runnið ofan í átsvínið.  Hver elskar ekki litlu syndina ljúfu, með súkkulaðið flæðandi út um mallakútinn á kökunni. Naglinn vaskaði höfuðleðrið allrækilega uppúr Ajax til að finna horaða versjón af þessum stórkostlega unaði og úr varð […]

Read More…

Súkkulaðibombu kaffibollakaka

Naglinn prófaði dark chocolate kakó í fyrsta skipti fyrir nokkrum mánuðum og lífið breyttist að eilífu fyrir súkkulaðigrísinn. Þess vegna voru keyptar birgðir af þessum farmiða til Útópíu í trippunni til Nýju Jórvík á dögunum.   Naglinn er búin að senda inn beiðni til eðaldrengjanna í Kosti um að panta þetta inn og þeir vinna […]

Read More…

Brownies Naglans

Heyrði ég rétt? Skinhoraðar brownies? Úr baunum??  Og ekki nema 45 kcal í bita (ath! ekki allri kökunni). Stöðvið tímann gott fólk, því þessi unaður mun senda ykkur beinustu leið með DHl í útópíu af átgleði. Svartar baunir sem staðgengill hveitis í hollustubakkelsi er mesta snilld sem mannkynið hefur notið góðs af síðan handlóðið var […]

Read More…

Súkkulaði karamellu prótínköppkeiks

  Ef að morgunmaturinn þinn er jafn spennandi og Alþingisumræður um aukningu þorskkvóta ertu múlbundinn í myrkrinu. Matur er ekki bara næring. Matur skiptir okkur öll máli og við eigum öll í mismunandi sambandi við mat. Hollur matur verður því að gleðja okkur og við föllum ekki örend fyrir kökuskrímslinu því máltíðin bragðast eins og […]

Read More…

Prótínpizza Naglans

Naglinn var á matreiðslunámskeiði hjá snillingnum hjá Protein Pow í London fyrir skömmu þar sem við lærðum að útbúa allskyns gómsæti úr prótíndufti, enginn sykur, ekkert hvítt hveiti, ekkert smjör… bara horuð hollusta út í gegn. Þar gerðum við lærlingarnir meðal annars gúmmulaðis pizzu sem hefur ekki vikið úr hugarfylgsnum Naglans síðan enda sérdeilis gómsæt með […]

Read More…

Sítrónukaka Naglans

Þegar lífið hendir í þig sítrónum (því það var tilboð á þeim í búðinni), þá býrðu ekki til sykursósað límonaði, ó næ næ frú Stella, ekki heilsumelir. Þeir skella í ljúffenga og horaða sítrónuköku. Þessi passar súper vel í kvöldsnæðing því þegar sykursnúðurinn vill láta á sér kræla yfir imbakassanum síðla kvölds er fátt dásamlegra […]

Read More…

Zucchini banana brauð

    Zucchini banana brauð 2 lítil brauð 2.5 dl möndlumjöl 1 ½ tsk lyftiduft ½ tsk salt 1 tsk kanill 2 dl rifið zucchini (kreista vatn úr) 3 eggjahvítur 3 msk Walden Farms pönnuköku síróp 1 stappaður banani 1 msk kókoshnetuolía (fljótandi)     Aðferð: stilla ofninn á 180°C og smyrja tvö lítil brauðform […]

Read More…

Low carb súkkulaðikaffibollakaka

Þegar mataræðið er jafn spennandi og Alþingisumræður um aukningu þorsskkvóta koma upp ljótar cravings sem þú átt engan mótleik við og áður en þú veist af hafa hendurnar tætt upp Hómblest pakkann eins og hungraðar dúfur á brauðhleif. En ef maður getur borðað köku nánast í hvert mál kemur ekki upp vanþurft og átvaglið er […]

Read More…

Bakaður eplapægrautur

ó hvað Naglann langar að snúa við tímanum eins og Cher og upplifa þessa máltíð aftur og aftur. Naglinn hefur oft gert eplakökugraut  áður en bara með öðru sniði og ekki nærri eins gómsætan og þennan. Því þessi er meira eins og eplapæ,  Hér var tekinn útgangspunktur í einu uppáhalds eplapæi sem Naglinn hefur hollustuvætt og er […]

Read More…

Presley-kaffibollakaka – banani og hnetusmjör

Elvis kallinn vissi hvað hann söng í fleiru en bara “Suspicious minds”. Banani og hnetusmjör dansandi saman á tungubroddinum er kombinasjón sem sendir öll skilningavit í þrefalt heljarstökk afturábak með skrúfu. Það verður sveitt djamm í munninum og þig langar að hnýta á þig bláu flauelsskóna og tvista eins og Sæmi rokk… tvista til að […]

Read More…