Súkkulaðikaka í bolla

Naglinn er í súkkulaðiham þessa dagana enda súkkulaðigrís mikill. Fátt gleður sinnið meira en heit súkkulaðikaka. Og þeyttur rjómi á kantinum ætti að vera bundið í stjórnarskrána. Það er löngu skjalfest að síðasta kvöldmáltíð Naglans verður þriggja rétta dinner af súkkulaðiköku með þeyttum rjóma í öll mál. En það er víst ekki hægt að gúlla […]

Read More…

Diet kók súkkulaðikaka…. say what??’

Stundin eftir grjótharða járnrífingaæfingu er rammheilög hjá Naglanum því þá fer fram afar gleðilegur snæðingur, og allir sem þekkja til áthegðunar og svartholsins vita að “vei þann auman” sem truflar þann gjörning. Og af hverju er þessi stund heilagari en sjálft Jesúbarnið? Lærisveinar Naglans, og fleiri, keyra nefnilega í sig einföld kolvetni á þessari stundu og […]

Read More…

Súkkóhnetusmjörsgleði

Naglinn étur flest sem tönn á festir, en það sem kætir úfinn meira en nokkuð annað er súkkulaði og hnetusmjör. Þegar annaðhvort þessara, eða sameining þeirra, gutlast ofan í svartholið verður hamingjusprenging í svartholinu. Þessi bakaði grautur verður yrkisefni komandi kynslóða, og mun eflaust fá sinn eigin ljóðabálk þegar fram líða stundir. Harmónísering súkkulaðibragðsins við […]

Read More…

Eplamúffur Naglans

Naglinn borðar eggjahvítur og haframjöl saman á morgnana. Þar sem græðgismelurinn ræður ríkjum í matarvali, er þessu tvennu aldrei blandað saman. Með því að skilja hvítur og hafra að í sitthvorri uppskriftinni fæst nefnilega meira magn matar, og svartholið heldur KÁ JOÐ, næstu tvo tímana allavega. Eplakaka er í miklu uppáhaldi hjá Naglanum og því […]

Read More…

Súkkulaði hnetusmjörs köppkeiks

Það dylst engum að Naglinn er súkkulaðisnúður og sætabrauðsmelur í sjöunda veldi. Þegar Naglinn kemst í kökuboð er fjandinn laus og græðginni halda engin bönd. En slíkt ólympískt ítroðelsi gerist einu sinni á bláu tungli, enda eins gott því annars yrðu kransæðarnar vel smurðar og rassinn ferðast suður á bóginn. Þar sem Naglinn er líka […]

Read More…

Hafragrautur – bestur í heimi

Það eru fáar stundir gleðilegri hjá Naglanum en þegar snæðingur er í gangi og nær allar máltíðir valda ofvirkni í munnvatnskirtlum og hamingju í hjarta.  Það eru þó fáar máltíðirnar sem toppa hafragrautinn og Naglinn gæti auðveldlega sporðrennt því góðgæti í allar sex máltíðir dagsins. Stundum er framtíðarátsspennan svo mikil að svefninn bíður hnekki sökum […]

Read More…

Horuð flatbaka

Hér er frábær hugmynd að nýtingu á hinu dásamlega blómkáli í holla og gómsæta flatböku… hverjum datt það eiginlega í hug fyrst??? En þessa böku má sannarlega gúlla með góðri samvisku og tilvalin í dinner í byrjun vikunnar þegar kjötsviti og sykurtremmi ríður húsum eftir helgina og mörgum finnst að þeir þurfi aldrei að borða aftur. […]

Read More…

Bakaður eplakökugrautur

Eplakaka er mikið uppáhaldsát hjá Naglanum og hendir reglulega í eplaböku sem er snædd með ís OG þeyttum rjóma, yfirleitt snætt með tveimur skeiðum og öllum puttum í graðgiskasti. En nú þarf ekki lengur að bíða eftir frjálsri máltíð til að smyrja snúðinn með eplakökugleði, eftir að hafa uppgötvað þessa kombinasjón í morgungleðina. Bakaður eplakökugrautur […]

Read More…

Klísturskaka

Síðasta kvöldmáltíð Naglans í lífinu verður súkkulaðikaka með rjóma. Ef valið stæði milli heimsfriðarins og að geta borðað súkkulaðiköku í öll mál alla daga án þess að fitna þyrfti Naglinn alvarlega að hugsa sig um.  Innri sykursnúðurinn hamast daglega og vill fixið sitt en hann er friðþægður með stöðugum blekkingum í formi hollustugúrmetis. Nýjast af […]

Read More…

Bakaður bananabrauðsgrautur

Brunch, þessi samblanda af árbít og hádegisverði þar sem allskonar gúmmulaði er skellt á borðið og eðalfólk mætir í heimsókn til að sitja á þjóhnöppunum í nokkra tíma og hlaða í vömbina er eitt það skemmtilegasta át sem Naglinn veit um. Slíkar sitúasjónir eru útópía fyrir átsvín og svartholið nálgast jafnvel að fá fylli sína […]

Read More…