Það dylst engum að Naglinn er súkkulaðisnúður og sætabrauðsmelur í sjöunda veldi. Þegar Naglinn kemst í kökuboð er fjandinn laus og græðginni halda engin bönd. En slíkt ólympískt ítroðelsi gerist einu sinni á bláu tungli, enda eins gott því annars yrðu kransæðarnar vel smurðar og rassinn ferðast suður á bóginn.
Þar sem Naglinn er líka með hnetusmjörsfíkn á alvarlegu stigi var þessi kombinasjón af súkkulaði-hnetusmjörs köppkeiks (cupcakes) til í núðlunni og Ó Gloría excelsis deo, þvílíka gúmmulaðið og aðeins örfáar karólínur í hverju kvikindi.
Súkkulaði-hnetusmjörs köppkeiks
4 kvikindi
Köppkeiksurnar:
4 eggjahvítur
1 msk Hershey’s kakó
1 msk kókoshnetumjöl
1-2 tsk Sukrin/Stevia
1/2 tsk lyftiduft
2 msk vatn
1. Blanda öllu saman í blandara
2. Hella í PAM spreyjuð möffinsform
3. Baka á 170° í 20 mínútur
Hnetusmjörstopping
1 msk Walden Farms pönnukökusíróp
1 tsk náttúrulegt hnetusmjör gróft
klípa salt
1. hita síróp í örra í 30 sek þar til það bubblar
2. hræra hnetusmjöri og salti út í sírópið í flauelsmjúkt krem
Njóta eins og ljónið. Sem betur fer verða þetta 4 lufsur, því þú átt ekki séns að hætta eftir eina. Pringles hvað??