Diet kók súkkulaðikaka…. say what??’

Stundin eftir grjótharða járnrífingaæfingu er rammheilög hjá Naglanum því þá fer fram afar gleðilegur snæðingur, og allir sem þekkja til áthegðunar og svartholsins vita að “vei þann auman” sem truflar þann gjörning.

Og af hverju er þessi stund heilagari en sjálft Jesúbarnið?

Lærisveinar Naglans, og fleiri, keyra nefnilega í sig einföld kolvetni á þessari stundu og má lesa um af hverju hér

Allskonar gúmmulað er gleypt í þessum glugga insúlínlosunar og prótínmyndunar, enda á að nýta þetta móment til að kitla pinnann. Naglinn þefar uppi nýjungar í þessum geira eins og fíkniefnahundur í Kristjaníu og nýjast undir sólinni sem vermir kviðarholið er Diet kók súkkulaðikaka.

Ha??

Einfaldlega box af tilbúnu súkkulaðikökumixi og dós af sykurlausu kóki… ekkert annað.

IMG_4410

Setja í kökuform og inn í ofn eins lengi og á þeim hita sem stendur á kökumixboxinu .

Eftir æfingu setur Naglinn 30-40 grömm kökumix í lítið smurt form og inn í örra í 30 sek og málið er dautt.

 

 

IMG_3949

IMG_3885

Með jarðarberjaflöffi ofan á og það ískrar í munnholinu af urlandi hamingju.
Það ætti að aðla þann snilling sem datt þessi kombinasjón í hug, því ekki einasta spararðu kaloríur, heldur passar þessi unaður eins og flís við grjótharðan gluteus í eftir æfingu máltíðina þegar fita er ekki æskileg.

3 thoughts on “Diet kók súkkulaðikaka…. say what??’

  1. Pingback: Svona rúllar Naglinn | ragganagli

  2. Pingback: Horað súkkulaðikrem | ragganagli

  3. Pingback: Skinhoruð súkkulaðimússa | ragganagli

Comments are closed