Ostalaus ostasósa

Ostalaus ostasósa næringarger er parmesanostur veganætunnar. Næringarger gefur saltbragð í mat og brúklegt í allskonar fyrir átvögl. Til dæmis í pizzabotna, falafelbollur, ostapoppsblómkál,ostalausa ostasósu eins og þessa hér…..   Ostalausa ostasósan (veganvæn) 1 dl næringarger  (frá NOW eða Naturata) 2 msk MONKI tahini (sesamsmjör) 1 tsk salt 1 tsk hvítlauksduft 1 tsk túrmerik 1 dl […]

Read More…

#nógugott

Ég á eftir að…   Verð að muna að….   Þarf að….   Þyrfti að…..   Þrífa eldhússkápana. Strjúka af gólflistunum. Kaupa hangikjötið. Strauja línið. Viðra sængurnar. Pússa silfrið. Baka sörurnar Panta kalkúninn.   Ohhh….jólakortin….. andsk….   To-do listinn er á lengd við símaskrá Indlands.   Stressið heltekur skrokk og sinni.   Þú hlammar þér […]

Read More…

Tjúllaður Teriyaki lax með gómsætri Góma sósu

Hnetubragðið af sesamdressingunni dansar rómantískan vals við teriyaki húðaðan laxinn á dansgólfi bragðlaukanna.   Og svo er hann dásamlega einfaldur og fljótlegur. Við erum aðeins of upptekin við að vera æðisleg til að snuddast endalaust í eldhúsinu.   Eina sem þú þarft að gera er að hræra örfáum innihaldsefnum saman í skál. Hella í poka, […]

Read More…

7 góð ráð fyrir jólahlaðborðin

    Fórstu á jólahlaðborð um helgina? Fórstu með himinskautum í vambarkýlingu. Vaknaðirðu þjakaður og þrekaður daginn eftir. Í læstri hliðarlegu langt fram eftir degi. Flestir borða sig til óbóta á hlaðborðum til að fá það sem þeim ber fyrir aurinn. Það er jú búið að punga mörgum þúsurum úr buddunni. Koma heim eftir matarofgnótt […]

Read More…

Bakaður súkkulaðibitagrautur

Bakaður súkkulaðibitagrautur Naglans Þessi grautur er það sem þeir borða í morgunmat á himnum. Þér finnst þú bíta í súkkulaðibitakökuna frá Subway. Eða unaðinn úr Costco. Nema að hér eru engin aukaefni, ekki viðbættur sykur, rotvarnarefni, E-efni eða annað sem maginn hefur ekki græna glóru hvað á að gera við. Kann ekkert að brjóta niður, […]

Read More…

Dagur í lífi Naglans

Þessi pistill birtist í Heilsublaði Nettó í september 2017 Dagur í lífi Röggu Nagla Hvernig er dæmigerður dagur í mínu lífi? Ég er algjör morgunhani og er yfirleitt komin á fætur milli 6 og 6:30. Stundum fyrr ef það er mjög annasamur vinnu dagur framundan en ég vinn sem sálfræðingur í Kaupmannahöfn þar sem ég […]

Read More…

Tjásaður kakókjúlli

Þessi kjúllaréttur er svo mikið uppáhalds. Það er eitthvað við tætt og tægjað kjöt sem fær áferðarperrann í gininu til að skríkja af gleði. Og kakói blandað saman við ásamt heitum kryddum, reyktu bragði og nettu chili mætir súkkulaðiperrinn á kantinn, og standandi eftirpartý upphefst í munninum.   Það besta við þennan tjásaða kjúllarétt er […]

Read More…

Njótum að nærast – námskeið í desember

Eru ekki flestir þreyttir á boðum og bönnum í mataræði? Hvað “má” og “má ekki” borða. Telja grömm og kaloríur. Vigta og mæla. Reikna og skrá. Samviskubit ef borðað of mikið. Sektarkennd ef borðað óhollt. Á þessu námskeiði er tekin sálfræðileg nálgun á mataræði með hugarfarsbreytingu, frekar en einungis að breyta hegðun eins og flest […]

Read More…

Haustmeti með kjeti – svínakinnar

Nú er haustið komið hér í Köben og rigningin grenjar á rúðunni þar sem hver haustlægðin á fætur annarri herjar á Baunann. Þá er tími fyrir huggulegt haustmeti með kjeti eins og í eldhúsinu hennar mömmu í gamla daga. Í þennan rétt prófuðum við hjónin svínakinnar. Danmörk eru mikið svínaræktunarland og hægt að fá allskonar […]

Read More…

Klámfengnar Kofta bollur

Naglinn býr í stærsta innflytjenda og múslima hverfi Kaupmannahafnar og því óhjákvæmilegt að borða ekki reglulega á tyrkneskum veitingastöðum. Eldamennskan og matreiðslan hefur ratað inn í eldhúsið og Naglinn því orðin vel sjóuð í öllum þessum uppskriftum með skrýtnu nöfnin. Þessar Kofta bollur eru ólöglega gómsætar. Kofta bollur eru hakkbollur með allskonar kryddum í deiginu. […]

Read More…