Eru ekki flestir þreyttir á boðum og bönnum í mataræði?
Hvað “má” og “má ekki” borða.
Telja grömm og kaloríur. Vigta og mæla. Reikna og skrá.
Samviskubit ef borðað of mikið.
Sektarkennd ef borðað óhollt.
Á þessu námskeiði er tekin sálfræðileg nálgun á mataræði með hugarfarsbreytingu, frekar en einungis að breyta hegðun eins og flest matarplön gera ráð fyrir.
Þú öðlast færni í að nálgast mat sem nærir og gleður, frekar en að forðast mat.
Hæfni til að gera heilsusamlegt mataræði að lífsstíl og njóta óhollustu án samviskubits
Hæfni til að gera heilsusamlegt mataræði að lífsstíl og njóta óhollustu án samviskubits
Jafnframt færðu sálfræðileg verkfæri fyrir hug og hegðun til að tileinka þér jafnvægi, fjölbreytni og hófsemi í mat.
Njótum að nærast námskeiðin verða haldin 4. 5. og 6. desember 2017, kl 19:30-21:30.
Skráning og nánari upplýsingar hér