Kreatín – góðkunningi járnrífingamelsins

Naglinn er algjör naumhyggjumanneskja þegar kemur að bætiefnum og efasemdarpúkinn fer í handahlaup og flikk-flakk þegar hin og þessi fabrikkan gubbar útúr sér töfrapillum sem “auka vöðvamassa á 3 vikum” “brennir fitu án þess að fara í ræktina” “getur lyft 10 kílóum þyngra en í gær”. En þau örfáu bætiefni sem komast í gegnum nálaraugað […]

Read More…

Væntingavísitala janúarmánaðar

Nú ryðst janúarholskeflan inn í musteri heilsunnar með örvæntingafullan vonarneista í hjartanu að nú muni heilsusamlegur lífsstíll verða órjúfanlegur hluti af sjálfinu og skrokkurinn skarta draumaforminu. Þeir sem æfa og eru annað hvort að tálga smjör af skotti eða að bæta gæðakjöti á grindina eru oftar en ekki með rammskakka væntingavísitölu ? Algjörlega óraunhæfar og […]

Read More…

Kostur – góðvinur heilsumelsins

Fyrsta stopp Naglans þegar maðurinn er alinn á Fróni er verslunin Kostur, hið ammeríska og öðruvísi gósenland á Dalveginum. Þar er veskan fyllt af mýgrút af skemmtilegheitum í heilsugúmmulaðisgerð. Naglinn er eins og krakki á leiðinni í Tívolí í þessum sjoppingtúrum, fiðringur í maga og spenningur í hjarta. Og hvað rataði í innkaupakörfuna í síðustu […]

Read More…

Vigtin lýgur

Vigtin hefur áhrif á okkur öll, og þá sérstaklega okkur konur. Annaðhvort erum við syngjandi af gleði allan daginn yfir þeirri tölu sem kemur upp á skjánum borið saman við síðasta skipti sem við athuguðum, eða undir þrumuskýi allan daginn og jafnvel alla vikuna. Þyngd líkamans er upplýsingar. Það er allt og sumt. Hvað segir […]

Read More…

Þægindasápukúlan

Við sem tætum í stálið fjóra til fimm daga vikunnar erum að leita logandi ljósi að auknum styrk og stærri vöðvum. En hvernig gerist það? Þar koma Newton og félagar ríðandi á hvítum hesti með lögmálin í hnakktöskunni. Ofhleðslu lögmálið (e.overload) er nefnilega grunnurinn að öllum árangri í þjálfun. Í styrktarþjálfun verður vöðvi ekki stærri […]

Read More…

Keisarinn er kolvetnasveltur

Kolvetnasnauðir kúrar eru fyrirbæri sem undanfarin misseri hafa troðið sér upp á sótsvartan pöpulinn eins og leiðinlegi frændinn í fermingarveislu. Þar sem slíkir kúrar hafa stuðlað að ÞYNGDARtapi á ógnarhraða eru þeir baðaðir rósrauðum bjarma og hylltir eins og nakti keisarinn forðum. En hversu mikið af þessu tapi er smjör og hversu stór hluti sem […]

Read More…

Hinn alræmdi nammidagur

Margir hafa pervertískan áhuga á fyrirbærinu “nammidegi” og hvort hann sé æskilegur, leyfilegur eða bannaður samkvæmt íslenskum lögum í heilsusamlegum lífsstíl. Nýlega skapaðist einmitt umræða um þennan alræmda dag á blaðsíðum veraldarvefsins. Naglinn segir að ekki einungis er það leyfilegt fyrir okkur sem valhoppum heilsubrautina 90-95% tímans heldur er nauðsynlegt að fara út af sporinu […]

Read More…

Stökkbreytta genið

Naglinn er friðelskandi skepna. En viljinn til að slá einhvern utan undir vaknar þegar setningin: “Ég vil ekki lyfta þungt því ég vil ekki verða vöðvatröll. Ég vil bara tóna mig” hrýtur af vörum náungans. Kökkur kemur í hálsinn að sjá allt liðið í áskrift að brennslutækjum líkamsræktarstöðva. Þarna er hangið tímunum saman eins og […]

Read More…

Gefðu þér tíma

Það er sorglega algengt að fólk sé með fáránlega óraunhæfar væntingar þegar kemur að fitutapi. Árangurinn á að vera bílhlöss af mör á örfáum vikum. En veruleikinn er nær alltaf annar. Þegar fitutap er tekið með skynsemi verður árangurinn oft hægari en hann verður hins vegar varanlegur þar sem við erum ekki að rústa brennslukerfinu […]

Read More…

Hreinlætið

Stundum er talað um að borða „hreint“ þegar ferðast er á hollustuvagninum í mataræði.  Þá er átt við að neyta matar í eins náttúrulegu ástandi og hægt er. Þessi nálgun á mat, eldun og undirbúning er ekki megrunarkúr, átak né nokkuð annað kjaftæði úr skyndilausnarhillunni, þetta er lífsstíll eins og Naglinn þreytist ekki á að nudda inn […]

Read More…